Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Ein rosalegasta frammistaða körfuboltasögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slóvenski körfuboltasnillingurinn Luka Doncic átti hreint út sagt stórkostlegan leik og sögulegan í NBA-deildinni í gærkvöld er lið hans Dallas Mavericks hafði betur gegn New York Knicks í æsispennandi og framlengdum leik.

Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði 60 stig í leiknum, reif niður 21 frákas og mataði liðsfélaga sína með tíu stoðsendingum.

Doncic er fæddur árið 1999 og er Því ekki nema 23 ára gamall; hann er á góðri leið með að verða besti leikmaður heims.

Dallas var 9 stigum undir þegar einungis 33 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma; en að sjálfsögðu var það Doncic sem jafnaði leikinn, 115-115, þegar ein sekúnda var eftir.

Lokatölur eftir framlengingu urðu 126-121, og hið fornfræga lið New York Knicks tapaði þar með fjórða leiknum í röð; þetta var hins vegar fjórði sigur Dallas í röð.

- Auglýsing -

Afrek Docics er ótrúlegt; þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður skorar 60 stig í leik fyrir Dallas Mavericks, og þessi þrefalda tvenna hans, 60 stig, 21 frákast og 10 stoðsendingar er met í deildinni; enginn hefur áður afrekað svo mikið í einum leik.

Doncic hefur 6 sinnum á þessu tímabili náð þrefaldri tvennu, en ekki með svo háum tölum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -