Ljóst er að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í góðri stöðu eftir kosningarnar. Framsókn er í fjórum meirihlutum af þeim fimm sem eru í boði. Nú þegar hafa Sósíalistar útilokað samstarf við bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn en Píratar hafa einnig útilokað samvinnu með Sjálfstæðisflokknum.
Líkt og Vísir fjallaði um þykir raunhæft að Samfylking, Framsókn og Píratar myndi þriggja flokka meirihluta, með tólf fulltrúa, en er það minnsti meirihluti í borgarstjórn. Af fimm meirihlutum eru þrír þeirra með tólf fulltrúum. Einn með þrettán og sá síðasti með fimmtán.