Föstudagur 3. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Átök í Eyjum – Íris bæjarstjóri sökuð um einelti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrés Þorsteinn Sigurðsson yfirhafsögumaður Vestmannaeyjahafnar hefur sagt starfi sínu lausu. Mun hann flytja frá Vestmannaeyjum vegna þess sem hann telur vera einelti í sinn garð af hendi bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Írisi Róbertsdóttur.

Mun Andrési standa til boða sambærilegt starf annarsstaðar á Íslandi.

Í bréfi sem Andrés sendi Framkvæmda- og hafnarráði ber hann bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Írisi Róbertsdóttur, þungum sökum vegna samskipta þeirra og því sem hann telur vera einelti í sinn garð af hálfu Írisar.

Andrés hefur starfað hjá Vestmannaeyjahöfn í fimmtán ár; var þar áður skipstjóri. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um málefni Vestmannaeyja hvað varðar samgöngumál – en hann var meðal annars fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í smíðanefnd nýs Herjólfs, sem unnið var að á síðasta kjörtímabili.

Ástæða uppsagnar Andrésar er sögð vera, samkvæmt uppsagnarbréfi, hugsanlegt einelti af hálfu Írisar bæjarstjóra sem samkvæmt honum hefur einkennst af síendurteknum samskiptavanda, útilokun, upplýsingaskorti og óréttmætri gagnrýni.

Mannlíf hefur sent Írisi fyrirspurn um málið og mun fjalla nánar um það þegar svar frá henni hefur borist.

- Auglýsing -

Heimild: Eyjafréttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -