Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Eineltið í Eyjum: „Svo alvarlegt að menn hafa flúið vinnu og flutt frá eynni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Svavar Vignisson er ekki sáttur með stöðu mála hjá Vestmannaeyjabæ:
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur verið undir mikilli pressu undanfarið vegna ásakana um einelti, sem hún hefur þó þrætt fyrir.
En umræðunni um eineltismál Írisar er hins vegar ekki lokið og Svavar Vignisson sendir henni tóninn í Facebook-færslu:
„Maður spyr sig hvað er í gangi í Vestmannaeyjum. Hefur hefur gerendameðvirkni náð heljartökum á stjórnsýslunni? Jafnvel svo mikið að reynt er að stinga ofbeldiskæru á hendur bæjarstjórans undir stólinn,“ segir hann og bætir við:
„Málið er svo alvarlegt að menn hafa mátt flýja vinnu hjá Vestmannaeyjabæ og flytja í burtu af eyjunni. Allir Eyjamenn þekkja þessi dæmi og allir vita að enn eru starfsmenn hjá bænum sem hafa verið beittir skoðunarkúgunartilburðum, verkefni tekin af þeim, þeir skammaðir í vitna viðuvist og fleira.
Samt neitar H og E listinn að láta kanna þessi mál? Afhverju?!“
Svavar heldur áfram:
„Þessi sami bæjarstjóri og nú hefur verið formlega kærð fyrir einelti var formaður ÍBV þegar upp komu ásakanir um einelti hjá börnum.
Hún gekk hvað lengst í því að fá óháða nefnd til að kanna málin og upplýsa reglulega um ásakanir barnanna í fjölmiðlum.
Íris Róbertsdóttir sem nú hefur verið formlega sökuð um einelti og óviðeigandi framkomu gagnvart einhverjum hópi starfsmanna gekk þá ásamt Dóru Björk Gunnarsdóttir núverandi hafnarstjóra í að fá óháð aðila til að kanna málið og hvort eitthvað væri að innan menningar meistaraflokks karla hjá ÍBV.
Nú þegar þetta snýr að henni þá ætlar hún í krafti pólitískravalda að sópa þessu undir teppið.“
Svavar telur þessi vinnubrögð óboðleg:
„Ótrúlegt að enginn segir neitt við þessum vinnubrögðum – talandi um geranda meðvirkni.
Eftir stendur: af hverju að hafna óháðri úttekt á vinnustaðamenningu hjá Vestmannaeyjabæ? Hvað hefur bæjarstjórinn að fela? Spyr sá sem ekki veit.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -