Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Einhleypur Hilmir Snær: „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Hilmir Snær Guðnason leikari um leikhúsið, landsbyggðardrauminn og lífiðí heild:

„Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir hann um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu:

„Ég blótaði þessu margoft þegar ég var á þessum dansæfingum. Ég vildi aðeins koma mér í form fyrir þetta, því ég er auðvitað að verða 54 ára, kominn með annan fótinn í gröfina. Ég var að æfa þetta frá því í október, var með einka dansþjálfara og hún var með mig í tímum og lét mig dansa. Það var ballett og það var þetta og hitt. Ég var bara í þessu í marga mánuði.“

Hilmir Snær er stórkostlegur leikari.

Ansi mikil vatnaskil urðu í lífi Hilmis Snæs á síðasta ári; þá bárust fréttir af því að hann væri einhleypur orðinn eftir tólf ára hjónaband; spurður út í upplifunina að koma aftur út á markaðinn eftir að hafa verið síðast einhleypur á síðustu öld, viðurkennir hann að margt sé breytt.

„Ég kann ekkert á þetta umhverfi. Þetta er mjög breytt umhverfi. Ég kann ekkert að vera einhleypur. Nú er bara að læra og taka fyrstu skrefin, í hálkunni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -