Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Einkaviðtal Mannlífs: „Ég óttast um líf mitt hverja sekúndu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðastliðin miðvikudag voru tveir ungir palenstínskir hælisleitendur beittir harðræði í húsakynnum Útlendingastofnunar. Mannlíf fjallaði um málið, umfjöllunina má sjá hér. Annar maðurinn var fluttur til Grikklands í morgun en hinn maðurinn er en þá hér á landi að minnsta kosti til klukkan fimm í fyrramálið en þá fer hann í fylgd stoðdeildarlögreglunar út á Keflavíkurflugvöll. Shoukri Abolebda er maðurinn sem enn er hér á landi og veitti Mannlífi einkaviðtal.

 

Shoukri Abolebda er orðin mjög þreyttur

 

Shoukri er 29 ára gamall og kemur frá Palestínu og hefur hann dvalið á landinu í um 10 mánuði. Áður var hann á Grikklandi við þær hræðilegu aðstæður sem í boði eru þar í landi. Hann var komin með ljót útbrot á allan líkamann úti í Grikklandi og var almennt mjög illa haldin við komuna til Íslands þar sem hann hugði á að hefja nýtt líf, fá sér vinnu og vera öruggur. Það gekk ekki alveg eftir því honum var neitað um vernd hér á landi eins og öllum palenstínskum hælisleitendum viðist vera, að minnst kosti upp á síðkastið.

Mynd sem tekin var af sjónarvotti fyrir utan UTN

Heilsufar Shokri hefur ekki verið gott síðan hann lenti í því sem krakki að fá sprengjubrot í höfuðið í einu af mörgum stríðum sem brotist hafa út á milli Ísrael og Palestínu. Höggið sem hann hlaut kom honum í dá í 7 mánuði og laskaðist hann einnig á skrokknum. Eftir að hann vaknaði úr dáinu kom í ljós að minnisstöðvar og önnur svæði í heilanum hefðu hlotið óafturkræfan skaða með þeim afleiðingum að hann á það til að gleyma, fá flog og annað slíkt. Það er því ljóst að bæði andleg og líkamleg heilsa hans er ekki góð.

Shokri sýndi blaðamanni mikið safn af læknisvottorðum, lyfseðlum og öðru slíku sem staðfesti það sem hann sagði. Gögnin voru frá Íslandi, Grikklandi og Palestínu. Útlendingastofnun var fullkunnugt um hans viðkvæmu stöðu og hans veikindi og eðli þeirra þegar ákveðið var að beita brögðum til þess að fá ungu mennina tvo í höfuðstöðvar sínar á fölskum forsendum, eins og fram kom í grein Mannlífs.

- Auglýsing -

Viðtalið var tekið með hjálp túlka því Shokri skilur hvorki né talar ensku.

Byrjaðu á því að segja mér frá því hvernig þetta hófst allt saman

„Ég fékk símhringingu úr leyninúmeri klukkan 8:58 á miðvikudagsmorgninum frá manni að nafni Ali, hann vinnur hjá UTN og talar arabísku og hann sagði að ég ætti að koma klukkan 11  að sækja bólusetningarskírteinið mitt. Ég sagði að ég væri ekki viss um að komast en Ali sagði að það væri betra fyrir mig að koma og sækja það svo ég samþykkti það. Vinur minn fékk einnig símtal frá Ali og átti að mæta klukkan 10, það var einnig hringt í hann úr leyninúmeri.

- Auglýsing -
Skjáskot af síma Shoukri en þarna sést á arabísku að hringt var í hann klukkan 8:58 úr leyninúmeri

Þegar vinur minn kom klukkan 10 var honum tjáð að Ali yrði ekki við fyrr en klukkan 11. Rétt fyrir klukkan 11 var ég komin í námunda við UTN og var hikandi að fara inn. Ali lét þá vin minn hringja í mig og athuga hvort ég væri ekki að koma. Þegar ég er komin að húsinu sá ég lögreglubíla og ómerkta bíla koma á fleygi ferð úr báðum áttum, ég skildi auðvitað ekkert hvað var að gerast og fór inn. Þegar inn var komið rétti Ali mér litla bók og sagði að það væri bólusetningarskírteinið mitt og nú ætti að flytja okkur úr landi til Grikklands.

 

Það var vinur Shoukri sem liggur á gólfinu undir lögreglunni

Ég sagði við Ali að hann hefði logið að okkur til þess að fá okkur á staðinn og aldrei minnst á það að þetta væri að fara að gerast. Þá er lögreglan og sérsveitin sem var vopnuð mætt inn til okkar en við vorum inni í  hliðarherbergi og sátum við borð þar“.

Hvaða atburðarás fer svo í gang ?

„Mér er skellt með höfuðið í borðið og ég er járnaður með hendur fyrir aftan bak. Á þessum tímapunkti hrópa ég á Ali um að hjálpa mér, segi að hann viti af vandamálunum með höfuðið á mér. Ég bið hann að þýða það fyrir lögregluna en hann stendur bara og segir ekki neitt. Ég sturlaðist úr hræðslu þetta voru skelfilegar aðstæður að vera plataður svona og svo beittur ofbeldi. Ég er líka flogaveikur og svona ástand getur framkallað flog hjá mér, Ali vissi það líka en sagði ekki neitt. Þegar ég fer að berjast um sturlaður úr hræðslu var höfði mínu skellt í vegginn.

Bólgur og mar sem enn eru að brjótast út eftir höfuðhöggin
Það er greinilegt að eitthvað mikið hefur gengið á

Ég man nokkur atriði eftir það en annars var ég hálf meðvitundarlaus eftir seinna höggið. Ég man að ég fann rafmagn eða eitthvað sem gaf sömu tilfinningu og það og taldi að það væri verið að skjóta á mig með rafbyssu, en ég er ekki viss hvað annað þetta getur hafa verið en ég þekki vel tilfinninguna þegar maður er skotinn með svona vopni en gríska lögreglan gerir það að leik sínum við hvert tækifæri að nota slíkt vopn á okkur flóttamennina. Svo man ég að ég var klæddur úr og ég sprautaður í upphandlegginn af manni í búning og gulu vesti, ég er ekki viss um hvort þetta var lögga eða hvað ég einfaldleg þekki ekki búningana hér á landi nógu vel. Eftir þessa sprautu man ég ekkert fyrr en ég vakna í fangaklefa hjá lögreglunni“.

 

Hann man ekki eftir því að þetta hafi verið sett á hann

 

Hvað gerist eftir að þú rankar við þér í fangaklefanum ?

„Ég vakna og veit ekkert hvað hefur skeð eða hvar ég er eða af hverju. Ég hrópa og banka á klefahurðina þar til einhver kemur og þá er ég sprautaður aftur og sofna og vakna ekki fyrr en klukkan sex á fimmtudagsmorgun. Ég held að ég hafi vaknað fyrst í klefanum um miðjan dag en ég er hreint ekki viss. Þá var búið að fara með mig bráðadeildina held ég eða að minnsta kosti var ég með þetta sjúkraarmband á mér og búið var að taka úr mér blóðprufu, ég var líka í  sjúkrahússlopp. Ég veit ekkert hvað kom fyrir eða hvaða áhrif þetta kann að hafa haft á heilsufar mitt. Svo er mér skutlað af lögreglunni inn á Grensás og ég skilinn eftir þar á sjúkrasloppnum. Ég gat þá náð mér í föt í óskilamunum og klætt mig“.

Shoukri segist hafa verið sprautaður niður í tvígang
Áverkar og armband frá Bráðadeildinni í Fossvogi

 

 

 

 

Hvað olli því að þú varst ekki fluttur burtu af landinu með vini þínum ?

„Ég held að það sé vegna þess að ég var og er mjög illa farinn, á erfitt með gang eins og þú sérð og líður hreint út sagt hræðilega. Ég heyrði svo í stoðdeild lögreglunnar, ég hringdi í þá sjálfur og óskaði eftir því að fá að fara sjálfviljugur af landi brott sem var samþykkt enda hef ég ekki brotið neitt af mér né gert flugu mein. Ég verð sóttur á Grensás klukkan fimm í fyrramálið af tveimur mönnum frá stoðdeildinni en ég fæ að fara sem frjáls maður sem þýðir það að ég þarf ekki að fara til Grikklands beint eða nokkurn tíman. Annað en vinur minn, hann var fluttur til Grikklands þar sem hann á nú að sitja inni í fangelsi þar í átta mánuði, fyrir hvað veit ég ekki þeir þurfa enga ástæðu þarna á Grikklandi en líklega er það vegna þess að hann flúði frá Grikklandi“.

Shoukri í flóttamannabúðinum úti í Grikklandi

 

Hvernig líður þér á þessari stundu ?

„Mér líður skelfilega illa, ég á erfitt andlega eða þú veist ég á við geðrænan vanda að stríða eftir slysið og það er einungis mánuður síðan ég reyndi að taka eigið líf, þegar mér var ljóst að ég fengi ekki vernd hér á landi þá fannst mér lífið bara búið. Ég er orðin rosalega þreyttur, alveg rosalega þreyttur. Ég óska engum að þurfa að ganga í spor palenstínskra flóttamanna. Ég fer klukkan fimm út á völl og lendi í Þýskalandi. Eftir það þá veit ég ekki hvað verður um mig. Ég óttast um líf mitt hverja sekúndu“.

Svona reyndi Shoukri að taka sitt eigið líf fyrir mánuði síðan

 

Heimili Shoukri á Grikklandi
Börn að leik í flóttamannabúðunum sem Shoukri bjó í

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -