Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Einlægur Svali um lífið og tilveruna á Tene: „Það er alltaf eitthvað sem maður er að díla við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Góðan dag frá Tenerife. Bara svo það sé sagt að þá væsir ekkert um okkur hér. Góð vika að baki hjá okkur, sendum góða strauma í cosmosinn til ykkar,“ skrifar Svali Kaldalóns frá Spáni – Tenerife.

Heldur áfram:

„Morgunbollinn er alltaf á sýnum stað. Yndislegt að vakna og rölta út á svalir og fá sér einn eða þrjá. Traffíkin hér er að setja allt á hliðina. Erfitt að fá leigubíla og engin leið að keyra hér eftir kl 14 á daginn. Cabildo de Tenerife að fara í mikil fjárútlát til að reyna að bjarga einhverju (sem enginn áttar sig á hvað er) í umferðarmálunum hér. Það er búið að vera svakalega mikið að gera hjá okkur í vetur og þetta ár fer mjög vel af stað, þó að auðvitað séu alltaf einhverjar skoranir sem þarf að vinna í. En þannig er lífið allstaðar í veröldinni.“

Hann bætir þessu við að endingu:

„Siggi litli hefur það mjög gott hér þó að hann sakni vina sinna á Íslandi og bíður spenntur eftir að hitta þá næsta sumar. En hann á líka vini hér og elskar að fara út að hjóla og slaka eins og hann segir. Unglingarnir geta ekki beðið eftir að fara til Íslands, alveg komnir með nóg af Tenerife í bili. Menntaskólinn framundan og ljóst að þeir vilja í nám á Íslandi. Þannig að það er alltaf eitthvað sem maður er að díla við og lífið stanslaust ævintýri ef maður vill það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -