Þriðjudagur 10. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ekki „nauðsynlegt“ að Meghan sæti fundinn 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Bretlandsdrottning boðaði til krísufundar í gær í Sandringhamhöll til að reyna að finna lausn á málum Harrys og Meghan Markle, hertogahjónanna af Sussex, sem tilkynntu í síðustu viku að þau ætla að draga sig í hlé frá hefbundnum störfum innan bresku konungsfjölskyldunnar og verja meiri tíma í Bandaríkjunum.

Eftir fundinn sendi Elísabet frá sér tilkynningu þar sem fram kom að hún styður hjónin þó að hún hefði kosið að þau myndu halda áfram að sinna skildum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Á fundinum ræddi Elísabet næstu skref við Harry ásamt þeim Karli Bretaprinsi og Vilhjálmi. Breskir fréttamiðlar sögðu frá því að Meghan Markle myndi að öllum líkindum taka þátt í fundinum í gegnum Skype en hún er stödd í Kanada.

Nú hefur það fengist staðfest að Meghan var ekki á fundinum. Chris Ship, konunglegur fréttaritari ITV, segir frá því á Twitter að Meghan hafi ekki setið fundinn vegna þess að það þótti ekki „nauðsynlegt“.

Ship segir að starfsmaður hallarinnar hafi staðfest þetta við hann.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Fundað vegna Harry og Meghan í Sandringhamhöll í dag – Elísabet vill finna lausn sem fyrst

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -