Þriðjudagur 8. október, 2024
3.5 C
Reykjavik

Karl III missti bragðskynið í krabbameinsmeðferðinni: „Mjög þakklátur læknateyminu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl III Bretakonungur hefur ekki talað mikið um veikindi sín en hann gengst nú undir meðferð vegna ótilgreinds krabbameins. Hann opnaði sig þó svolítið þegar hann heimsótti Flughernaðarsafnið í Middle Wallop í Hampshire.

Í heimsókn sinni á safnið, sem átti sér stað í morgun, ræddi Karl III við uppgjafahermanninn Aaron Mapplebeck en sá sagði konunginum að hann hefði misst bragðskynið á meðan hann var í krabbameinsmeðferð á síðasta ári. Samkvæmt The Daily Mail sagði Karl hermanninum að það sama hafi gerst í hans tilfelli, án þess þó að geta þess hvort það hafi varað tímabundið eða ekki.

Hinn 75 ára gamli konungur byrjaði nýverið að sinna opinberum skyldum sínum aftur en þann 30. apríl síðastliðinn heimsótti hann Macmillan krabbeinsmiðstöðina í Háskólasjúkrahúsi Lundúna ásamt eiginkonu sinni, Kamillu drottningu.

Í heimsókninni sáust hjónin brosandi þegar þau hittu sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, auk ungs velvildarmanns sem færði konungi blómvönd. Viðburðurinn þjónaði einnig sem tækifæri til að tilkynna Karl sem nýjan verndara Cancer Research UK, stöðu sem hann tekur við af Elísabetu II drottningu heitinni.

Þegar tilkynnt var um endurkomu Karls III til opinberra starfa 26. apríl, sagði í tilkynningu frá Buckingham höll að hans hátign væri „mjög þakklátur læknateymi sínu fyrir áframhaldandi umönnun þeirra og sérfræðiþekkingu.“

Höllin lýsti einnig yfir þakklæti Karls og Kamillu fyrir þann stuðning sem konungsfjölskyldan hefur fengið vegna ýmissa heilsufarsfregna sem fjölskyldan hefur deilt með fjölmiðlum á þessu ári, þar á meðal krabbameinsgreiningu Katrínar Middleton.

- Auglýsing -

„Þeirra hátign eru enn innilega þakklát,“ sagði einnig í yfirlýsingunni, „Fyrir þá miklu góðvild og góðra óska sem þeim hafa borist alls staðar að úr heiminum í gegnum gleði og áskoranir síðasta árs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -