Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Eldra fólk sem voru ör­yrkj­ar umbreytt­ust á einni nóttu í 67 ára full­fríska ein­stak­linga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Flokk fólksins, Inga Sæland, segir í nýjum skoðanapistli sem birtist í Morgunblaðinu að „ég trúi því ekki að fólk sjái ekki óréttlætið og mismunina sem þarna blasir við,“ og á þar við um samþykki tillögu um eingreiðslu til örykja en ekki tillögu hennar um sambærilega eingreiðslu til eldra fólks:

„Þetta er eldra fólk sem áður var ör­yrkj­ar og umbreytt­ist á einni nóttu í 67 ára full­fríska ein­stak­linga sam­kvæmt skil­grein­ingu lag­anna. Á svip­stundu lækkuðu líf­eyr­is­greiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótar­fram­lag frá TR vegna ald­ur­stengdr­ar ör­orku.“

Inga bætir við að í hópi fátækustu eldri borgara Íslands séu einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur, sem eyddu sínum starfsæviárum í að vera heimavinnandi húsmæður:

„Þess­ar kon­ur eiga þar af leiðandi eng­in líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi.“

Inga lagði til breytingartillögu við fjáraukann, upp á 150 milljónir króna til hjálparstofnana sem styðja þá sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman í samfélaginu:

„Það er at­hygl­inn­ar virði að sjá hvernig raun­veru­lega er litið á þá sem stjórn­völd halda í það sárri fá­tækt að þau neyðast til að standa í löng­um röðum fyr­ir fram­an hjálp­ar­stofn­an­ir til að biðja um mat. Þörf­in er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eft­ir­spurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aft­ast­ir í röðinni þar sem mat­ur­inn er upp­ur­inn í það skiptið. Þannig verða marg­ir frá að hverfa án þess að fá mat fyr­ir sig og börn sín,“ segir Inga.

- Auglýsing -

Bætir við:

„Með til­liti til þess hvernig hægt er að ausa pen­ing­um millj­arðatuga­vís eins og að mublera upp Seðlabank­ann og dytta að hon­um fyr­ir ríf­lega þrjá millj­arða króna. Eins og að óska eft­ir sex millj­örðum til að fjár­festa í Snob Hill við Aust­ur­bakka (nýju Lands­banka­höll­inni). Eins og að ausa millj­örðum í stóla­skipti ráðuneyta. Eins og að tapa stór­fé úr rík­is­sjóði með lækk­un banka­skatts. Eins og að tapa millj­örðum með því að sækja ekki aukna fjár­muni til stór­út­gerðar sem hef­ur makað krók­inn á sam­eig­in­legri auðlind okk­ar. Hvorki meira né minna en 533 millj­arðar króna frá 2009 í hrein­an hagnað sjáv­ar­út­vegs­ins og þá búið að greiða fyr­ir aðgang­inn að auðlind­inni 85,9 millj­arða. Ég veit ekki með ykk­ur en mér finnst þetta væg­ast sagt síðasta sort,“ segir Inga, en tillögur hennar hafi verið felldar:

„Stjórn­ar­flokk­arn­ir sam­stiga sem einn maður og sneru öll blinda aug­anu að sín­um minnstu bræðrum og systr­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -