Upp úr klukkan níu í morgun varð vart við brennandi gám í Sorpu á Granda. Slökkviliði var fljótt á vettvang og gekk slökkvistarf vel.
Í samtali við Mannlíf sagði varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að afar vel hafi gengið að slökkva eldinn. „Það gekk mjög vel að slökkva en þetta var staðbundinn eldur í gámi.“
Aðspurður um orsök eldsins sagðist hann ekki vera viss að svo stöddu en í gámnum voru stór raftæki. „Ég veit ekki, það er lokað þarna þannig að það gæti verið íkveikja eða sjálfsíkveikja, ég þori ekki að fara með það.“
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af brunanum sem tekið var af Gunnari Dan Wiium.