- Auglýsing -
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til nú um hádegið þar sem eldur kom upp í íþróttahúsi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég hef ekki tíma til þess að gefa meiri upplýsingar eins og er. Það er eldur í íþróttahúsinu,“ sagði Lárus, varðstjóri slökkviliðsins, í samtali við Mannlíf.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er haft eftir vitni að tveir slökkviliðsbílar hafi verið kallaðir á vettvang auk sjúkraflutningabíla en hefur það ekki fengist staðfest. Fréttin verður uppfærð.