Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Enduðu á götunni – Guðrún tók eiturlyf með móður sinni: „Ég lokaði loksins á hana fyrir ári síðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við misstum húsnæðið og enduðum á götunni. Við vorum þá að flakka á milli, annað hvort milli hótela, þegar hún fékk lánaðan pening frá vinum eða fjölskyldu, eða bjuggum í hjólhýsum í smástund,“ sagði Guðrún Dís Barðadóttir, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Guðrún, sem er 19 ára gömul, segir frá erfiðri æsku í þættinum en móðir hennar gjörbreyttist þegar hún byrjaði að drekka. Guðrún var þá orðin tólf ára gömul en fram að því segir hún að móðir sín hafi verið æðisleg.

Hún minnist þess að hafa stundum ekki séð móður sína í nokkra daga í senn eftir að drykkjan byrjaði. Endaði það á því að hún fór í meðferð. Eina nóttina vaknaði Guðrún upp við öskur í móður sinni, komst hún síðar að því að hún hafi reynt að svipta sig lífi.

Þegar þau misstu húsnæðið segir Guðrún að margir hafi vitað til þess.
„Barnaverndanefnd vildi senda okkur í fóstur á meðan mamma myndi finna húsnæði, en við vildum það ekki, heldur að þau myndu hjálpa okkur að finna húsnæði,“ segir hún en í gögnum frá Barnavernd sem hún fékk afhent, átján ára gömul, kom fram að þeim hafði borist tilkynningar um ástandið á heimilinu mörgum sinnum á hverju ári.
„Ég man ekki eftir að Barnavernd hafi mætt svona oft“.
Segir hún móðir sína einnig hafa boðið henni að reykja gras snemma á aðfangadagsmorgun.  „Viltu fá?,“ segir Guðrún móðir sína hafa spurt sig, þegar hún horfði á jónuna á borðinu.

Guðrún sleit samskiptum við móður sína fyrir um ári síðan.
„Ég lokaði loksins á hana fyrir ári síðan, sagði bara stopp því hún var að biðja mig að lána sér pening, og ég sagði nei því ég hafði ekki efni á því.“ 

Guðrún hefur notað samfélagsmiðla til þess að opna á málefnið. Kveikjan að því var viðtal við móður hennar sem birtist fyrir jól.
„Hún fór í viðtal hjá Mannlíf og fór að væla um hvað hún fékk lítið frá Tryggingastofnun, og var að nota það að það væru að koma jól og hún ætti fjögur börn,’’ segir Guðrún sem birti í kjölfarið myndband á Tik Tok.“
Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -