Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Erla Hlynsdóttir minnist pabba síns: „Hann vaskaði upp og fór út með ruslið áður en hann drap sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðakonan öfluga Erla Hlynsdóttir ritar færslu á Facebook þar sem hún minnist þess að það eru „fimm ár síðan pabbi drap sig. Stundum man ég ekki hvað það er langt síðan.“

Erla segir að „tilfinningin er svo óraunveruleg. Ekki endilega sorgleg eða slæm. Bara skrýtin. Eins og þetta hafi ekki gerst.“

Hún segir frá því að pabbi hennar hafi reynt „að láta líta svo út fyrir á dánarbeðinu að hans nánasti ættingi væri gamall drykkjufélagi en ekki ég.

Eins og ég væri ekki til.

Eins og hann hafi ekki átt barnabarn því hann henti öllum myndunum af stelpunni minni sem ég hafði gefið honum, útprentuðum í lit því hún var eina barnabarnið hans.

Eins og hann vaskaði upp og fór út með ruslið áður en hann drap sig. Henti okkur út. Í hreingerningu lifsins. Hreingerningunni fyrir dauðann.

- Auglýsing -

Íbúðin hans var undir lokin án sálar. Innihaldslaus. Án hamingju. Fimm ár, í tómi. Fimm ár til lífshamingju. Núna, fimm ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -