Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bardagakappi fordæmir eineltissegg sem tók barn hálstaki – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund.

Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið.

„Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum.

„Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -