Sunnudagur 21. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Barnapían rekin fyrir að taka hundinn með: „Ekki eins og við höfum verið að njósna um hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á reddit birtist færsla frá ævareiðum föður sem leitar álits annarra meðlima samskiptagrunnsins um hvort viðbrögð hans hafi verið óeðlileg. Maðurinn og kona hans höfðu ráðið til sín barnapíu til að gæta 6 mánaðar gamals sonar þeirra eina kvöldstund. Þegar þau höfðu litið á öryggismyndavélar heimilisins brá þeim í brún og hentust heim en þá sáu þau óþekktan hund liggja og þefa af barninu.

„Þetta gerðist um síðustu helgi. Ég og konan mín eigum 6 mánaða gamalt barn. Konan mín og ég skipulögðum stefnumót og við fengum barnapíu sem við höfum notað nokkrum sinnum sinnum. Við höfðum fengið meðmæli með henni frá vinum en hún er tvítug, háskólanemi, býr í hverfinu okkar,“ segir faðirinn í færslunni.

„Hún kom heim til okkar, við sögðum henni dagskrá sonar okkar og héldum svo út. Planið var að fara út að borða og fá okkur nokkra drykki. Við erum með tvær öryggismyndavélar í húsinu sem við notum til að tékka á syni okkar. Önnur er yfir rúminu hans og hin er yfir leiksvæðinu hans í stofunni. Barnapían var meðvituð um báðar myndavélarnar, svo það er ekki eins og við höfum verið að njósna um hana,“ útskýrir faðirinn.

Hann lýsir tildrögum og hversu illa þeim foreldrunum hafi brugðið við að sjá óþekkt dýr í návist sonar þeirra: „Konan mín fær tilkynningu um að það sé hreyfing á leiksvæðinu, hún ákveður að athuga og sér hund þefa af syni okkar. Okkur bregður báðum. Við eigum enga hunda og höfum engin áform um að fá okkur hund. Við reynum að hringja, ekkert svar, svo við flýtum okkur heim. Þegar við mætum heldur barnapían á syni okkar og hjá þeim golden retriever. Allir eru rólegir og fínir.“

Barnapían virtist hneyksluð þegar þau mættu snemma heim. Faðirinn spyr hvers vegna það sé hundur í húsinu og segir: „Hún svarar að þetta sé hundurinn hennar sem hún hafi tekið með sér. Barnapían fullvissar okkur um að hundurinn sé barnavænn og ljúfur og góður. Ég vil ekki hafa son minn í kringum hunda á svona ungum aldri jafnvel þó þeir séu „sætur“ og „góðir““

Faðirinn virðist hafa upplifað áfall og lýsir hvernig tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði: „Ég verð æ reiðari. Þetta var ekki eitthvað sem hún hafði nefnt og ef hefðum við vitað hefðum við aldrei samþykkt það. Ég segi henni hastur að grípa hundinn sinn og vinsamlegast fara. Ég tilkynni henni að við munum ekki nota hana í framtíðinni og borga henni helming greiðslunnar sem við höfðum samið um, aðallega þar sem við notuðum hana minna en helming þess tíma sem við ætluðum að vera úti. Hún biður um alla upphæðina. Ég sagði henni nei, þú stofnaðir barninu mínu í hættu og þú ættir að fara. Hún segist ekki hafa gert neitt rangt, en ég sé það ekki þannig. Svo var ég asninn?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -