Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Björguðu stúlkubarni sem fæddist undir rústum í Sýrlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stúlkubarn sem fæddist undir rústum bygginga í Sýrlandi var bjargað á dögunum en þykir það kraftaverk að náðst hafi að bjarga barninu. Fréttamiðillinn Mirror greindi frá því að móðir barnsins hafi verið komin af stað í fæðingu á mánudaginn þegar jarðskjálfti að að stærð 7,8 stig varð á svæðinu. Barnið er nú komið í öruggt skjól og undir læknishendur.

Skjáskot úr myndbandi þar sem stúlkubarninu er bjargað

Foreldrar stúlkunnar létust bæði í jarðskjálftanum en stúlkubarnið er sagt hafa fæðst undir rústunum og er hún nú kölluð kraftaverkabarnið. Rúmlega fimm þúsund manns hafa nú látist og hundruði bygginga hafa hrunið. Skjálftinn er ein mannskæðasta náttúruhamför á þessari öld. Tugir landa hafa sent björgunarsveitir til að aðstoða við leitina en sérfræðingar hafa varað við því að líkurnar á því að finna fólk sem er enn á lífi í rústunum fari sífellt minnkandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -