Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Blóðslóð Rússlandsforseta – Um dularfull dauðsföll gagnrýnanda Putins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aleksei Navalny dó í fangelsi í Rússlandi á dögunum og telja flestir að Vladimir Putin Rússlandsforseti hafi látið drepa hann, þó stjórnvöld í Kreml neiti því staðfastlega. Navalny er ekki eini gagnrýnandi Putins sem forsetinn er grunaður um að hafa banað.

Stjórnarandstæðingurinn Aleksei Navalny var þyrnir í augum Putin enda talaði hann gegn spillingu í Rússlandi og leiddi stærðarinnar mótmæli gegn Kreml. Navalny lést 16. febrúar síðastliðinn í fangelsisnýlendu í Norður-Rússlandi en þar var hann fluttur fyrir nokkru eftir að hafa verið dæmdur í 19 ára fangelsi. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum varð hinum 47 ára Navalny, illt í göngutúr í fangelsisgarðinum og missti stuttu síðar meðvitund. Samkvæmt yfirlýsingu yfirvaldanna kom sjúkrabíll á vettvang en gat ekki bjargað honum. Hafa yfirvöld síðar sagt að hann hefði dáið úr blóðtappa en langflestir efast um þá staðhæfingu.

En Navalny er ekki eini þyrnirinn í augum Rússlandsforseta, sem hafa verið fjarlægður. Hér fyrir neðan má lesa um nokkra aðila sem voru áberandi í gagnrýni sinni á stjórnvöldum í Kreml, en hafa svo dáið ofbeldisfullum og/eða grunsamlegum dauðsföllum, síðan Putin komst til valda fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hér eru ekki tekin dæmi um þá sem sloppið hafa með skrekkinn, eins og fyrrverandi leyniþjónustumaður rússneska hersins, Sergei Skripal, sem lifði af eitrun, ásamt dóttur sinni, í mars 2018.

Yevgeny Prigozhin

23. ágúst 2023: Yevgeny Prigozhin, yfirmaður Wagner-málaliðahópsins, með náin tengsl við Putin, lést í flugslysi með helstu samstarfsmönnum sínum. Yevgeny, sem lengi vel vann í skugganum en fór svo skyndilega að vera meira áberandi, stóð á bak við fjölda skuggalegra og óheillavænlegra fyrirtækja, allt frá „nettröllabúi“ sem blandaði sér í bandarískar kosningar, til málaliðahers sem barðist í Sýrlandi og Úkraínu. Þá hefur Wagner-hópurinn verið virkur í nokkrum Afríkulöndum.

Yevgeny Prigozhin

Prigozhin, sem áður var bandamaður Pútíns, hóf uppreisn gegn Kreml í lok júní á síðasta ári, tveimur mánuðum fyrir andlát sitt. Sagði hann uppreisnina beinast gegn rússneskum herforingjum en skammaði Putin í leiðinni og afhjúpaði takmarkað vald forsetans, sem varð til þess að smækka leiðtoga Rússlands, sem hefur alltaf viljað láta líta á sig sem sterkan og áreiðanlegan verndara fólksins. Kremlverjar tjáðu sig lítið sem ekkert um flugslysið en sérfræðingar hafa sagt að líklegt hafi sprengja grandað flugvélinni og því ekki um slys að ræða.

- Auglýsing -

Boris Nemtsov

2. febrúar 2015: Umbótasinninn, fyrrverandi svæðisstjórinn og og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann Boris Nemtsov, er skotinn til bana á brú nálægt Kreml, en morðið var sagt í „gengjastíl“ en hann var skotinn fimm sinnum í bakið. Nemtsov var rísandi stjórnmálastjarna á tíunda áratug síðustu aldar en varð einn af hörðustu andstæðingum Putins seinna meir. Hann var 55 ára þegar hann var myrtur.

Boris Nemtsov

Nemtsov, sem var frjálslyndur þingmaður snemma í forsetatíð Putins, hjálpaði til við að leiða mótmæli gegn grunsamlegum þingkosningum og endurkomu Pútíns í forsetaembættið árið 2012. Hann var eindregið á móti yfirgangi Rússa gegn Úkraínu árið 2014 og sagði hana „fyrirlitlega“, „ósvífna“ og „skaðlega fyrir Rússland“.“

- Auglýsing -

Þegar hann var myrtur hafði hann og félagar hans unnið að skýrslu þar semfinna mátti ítarlegar sannanir fyrir umfangi afskipta Moskvu af nágrannalandinu.

Sergei Magnitsky

16. nóvember 2009: Uppljóstrarinn og lögfræðingurinn Sergei Magnitsky, sem hafði bendlað rússneska embættismenn við meint 230 milljón dollara skattsvik, deyr einu ári eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi fyrir svipaðar sakir. Sergei Magnitsky þjáðist af brisbólgu og var neitað um læknisaðstoð í gæsluvarðhaldi, sem baráttufólk fyrir réttindum fanga sögðu að jafngilti pyntingum. Að sögn mannréttindaráðs Kremlverja var hann illa barinn áður en hann lést.

Sergei Magnitsky

Árið 2012 samþykktu Bandaríkin Magnitsky-lögin, sem beinast að Rússum sem eru bendlaðir við réttindabrot, og gefur Bandaríkjunum kleift að bregðast við með vegabréfsáritunarbanni og frystingu eigna og önnur vestræn lönd hafa fylgt í kjölfarið. Í júlí 2013 fann rússneskur dómstóll Magnitsky sekan um skattsvik í fordæmalausum réttarhöldum, sem haldin voru eftir dauða Magnitsky.

Natalya Estemirova

16. júlí 2009: Lík hins virta mannréttindafrömuðar, Natalyu Estemirovu, finnst í Ingúsetíu, með skotsár á höfði og brjósti, nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt nálægt heimili hennar í höfuðborg Tsjetsjníu, Grosní.

Natalya Estemirova

Natalya Estemirova hafði verið að rannsaka hundruð grunaðra réttindabrota í Tsjetsjníu, þar á meðal mannrán og morð. Réttindahópurinn sem hún starfaði fyrir, Memorial, sagði að fyrstu rannsóknir bentu á hugsanlega aðkomu lögreglumanna á staðnum.

Yfirmaður Memorial, Oleg Orlov, var síðar kærður fyrir meiðyrði eftir að hafa sakað Ramzan Kadyrov, leiðtoga Tsjetsjena, sem studdur er af Kreml, um að hafa skipulagt morðið á Estemirovu, en var að lokum sýknaður.

Alexander Litvinenko

23. nóvember 2006: Fyrrum öryggisfulltrúi í Rússlandi, Alexander Litvinenko deyr í Lundúnum eftir að eitrað var fyrir honum með geislavirku póloni-210. Litvinenko hafði flúið til Bretlands árið 2000 eftir að hafa sakað FSB (leyniþjónustu Rússlands) um að hafa lagt á ráðin um að drepa ólígarkinn Boris Berezovsky. Hann var síðar meðhöfundur bókar þar sem hann kenndi stofnuninni um sprengjutilræðin í íbúðarhúsnæðunum árið 1999.

Alexander Litvinenko

Breska rannsóknin leiddi í ljós að Litvinenko hafi drukkið te blönduðu póloníum á fundi á hóteli í Lundúnum, nokkrum vikum áður með Rússunum Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun. Yfirvöld í Moskvu neitaði að framselja mennina til Bretlands. Árið 2017 settu Bandaríkin báða mennina á svartan lista undir Magnitsky-lögunum.

Anna Politkovskaya

7. október 2006: Einn þekktasti blaðamaður Rússlands og reglulegur pistlahöfundur um réttindabrot í Tsjetsjníu, Anna Politkovskaya, er skotin til bana í íbúð sinni, í aftökustíl.

Anna Politkovskaya

Tveir karlmenn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og þrír aðrir í langa fangelsisvist árið 2014, fyrir aðild sína, en ættingja, samstarfsmenn og vestræn stjórnvöld gruna að rússnesk yfirvöld muni aldrei benda á eða refsa höfuðpaurum morðsins vegna þess að ítarleg rannsókn myndi tengja ríkisstjórn Pútíns við morðið, eða til leiðtoga í Tjetsníu, sem hafa tengls við Kreml.

Sergei Yushenkov

17. apríl 2003: Sergei Yushenkov, reyndur stjórnmálamaður og leiðtogi flokksins Frjálslynda Rússlands, sem er í andstöðu við ráðandi yfirvöld, var skotinn til bana fyrir framan heimili sitt í Moskvu.

Sergei Yushenkov

Yushenkov hafði verið í fararbroddi í viðleitni frjálslyndra þingmanna um að rannsaka meinta þátttöku leyniþjónustunnar (FSB) í röð mannskæðra sprengjuárása á borgaralegar íbúðir árið 1999. Sprengjuárásirnar, sem kostuðu um 300 manns lífið, voru sagðar hafa verið framkvæmdar af tsjetsjenska vígamönnum og voru notaðar sem ástæður til að hefja síðara Tsjetsjeníustríðið.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -