Laugardagur 13. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Brexit átti að færa Bretum völd yfir eigin málum en Finnar taka nú ESB ákvarðanir fyrir þá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Finnland kemur til með að ráðstafa atkvæðum Bretlands innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ósk Boris Johnson, forsætisáðherra Brelands. Ástæðan er ákvörðun Boris um að hætta þátttöku á fundum sambandsins.

Í aðdraganda kosninga um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu héldu stuðningsmenn úrsagnar því fram að Brexit snérist um aukið sjálfstæði og heimastjórn Bretlands. Nýjasta vending þess er þó að evrópskt ríki fari með bresk atkvæði. Sú tilhögun er þó tímabundin.

Samkvæmt breska blaðinu Independent er þetta hluti af áætlunum Boris um útgöngur úr Evrópusambandinu í lok október. Hann vilji sýna stuðningsmönnum Brexit að honum sé alvara. Fram að útgöngu er Bretland þó fullgildur meðlimur með atkvæðisrétt.

Atkvæðisrétturinn fer til Finnlands sem gegnir formannsembætti sambandsins út desember 2019. Samkvæmt tilkynningu er þetta gert til að „leyfa starfsemi Evrópusambandsins að halda áfram án raskana.” Ákvörðunin getur þó haft verri afleiðingar fyrir Bretland. Ríkisstjórn Bretlands mun ekki geta haft neitt að segja um nýjar reglugerðir. Þá gætu þær haft áhrif á Bretland um óákveðinn tíma.

Tytti Tuppurainen, Evópuráðherra Finnlands, tekur nú ákvarðanir fyrir Bretlands hönd um hvernig bresk atkvæði falla í starfi framkvæmdanefndar ESB.
Mynd: CC BY 2.0 BMEIA/ Eugénie Berger

Tytti Tuppurainen, Evrópuráðherra Finnlands, segir við Helsinki Times að forsætisráðherra Bretlands hafi óskað eftir því að Finnar fari með atkvæði Bretlands á fundum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Guardian birti á miðvikudag „óopinbert bréf“ þar sem bresk yfirvöld lýsa yfir fyrirætlan sinni að taka ekki fullan þátt í pólitískri starfsemi Evrópusambandsins. Þar er Finnland beðið um að fara með atkvæði Bretlands og nýta með þeim hætti að Sambandið geti hugað að framtíðinni og komið sé í veg fyrir að fjarvera Bretlands trufli slíka fyrirætlanir.

Stjórnarandstöðuþingmenn í Bretlandi hafa gagnrýnt ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson um að mæta ekki til funda nema að slíkt sé sérstaklega aðkallandi enda sé það Bretlandi í hag að fylgjast með störfum sambandsins með þátttöku fram á síðasta dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -