Miðvikudagur 9. október, 2024
3 C
Reykjavik

Dánarorsök Matthew Perry kynnt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánarorsök Friends-leikarans Matthew Perry hafa verið kunngjörð.

Eftir að hafa upphaflega frestað því að upplýsa dánarorsök Matthew Perry, á meðan beðið er eftir eiturefnafræðiskýrslu hafa yfirvöld nú deilt nýjum upplýsingum um skyndilegt fráfall Friends stjörnunnar þann 28. október síðastliðinn.

Dánarorsök Perry er „bráðaeinkenni vegna notkunnar á ketamine“ og drukknun. Er litið á andlátið sem slys.

Aðrar ástæður sem leiddi til dauða leikarans dáða er kransæðasjúkdómur og áhrif búprenorfíns, sem er notað til að meðhöndla ópíóíðnotkunarröskun, samkvæmt krufningalæknis.

Perry hafði gengist undir ketamine innrennslismeðferð við þunglyndi og kvíða, rúmlega viku áður en hann lést, samkvæmt eiturefnaskýrslu sem E! News hefur undir höndum. Þrátt fyrir það fundust leifar af lyfinu í maga hans er hann dó sem getur ekki hafa verið frá innrennslismeðferðinni, þar sem helmingunartími ketamine eru þrír til fjórir klukkutímar eða minna.

Í skýrslunni er tekið fram að ekki sé vitað hvaða aðferð Perry notaði við að koma lyfinu í sig.

- Auglýsing -

Ekki var að finna neinar leyfar af alkahóli, amfetamíni, kókaíni, heróini, PCP eða fentanyl í leikaranum, samkvæmt skýrslunni en Perry hafði verið edrú síðustu 19 mánuðina.

Sammkvæmt Pacific Neuroscience Institute er notast við lágskömmtun í ketamine meðferðinni „til að meðhöndla ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi, kvíðaröskun og áfallastreituröskun.“

According to the Pacific Neuroscience Institute, ketamine therapy uses low doses of the dissociative anesthetic medication „to manage various mental health conditions, such as treatment-resistant depression, anxiety disorders, and post-traumatic stress disorder (PTSD).“

- Auglýsing -

Hinn 54 ára leikari fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles 28. október síðastliðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -