Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Donald Trump ætlar í „heilagt stríð“ við Taylor Swift

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump kann ekki að meta Taylor Swift.

Forsetinn fyrrverandi Donald Trump ætlar í stríð við söngkonuna en frá þessu greinir tímaritið Rolling Stone. Talið er líklegt að söngkonan vinsæla muni greina fljótlega frá því að hún styðji Joe Biden í næstu forsetakosningum.

Trump mun vera ósáttur við að hennar miklu vinsældir gætu nýst Biden og hefur talað við samstarfsmenn sína um að fara í „heilagt stríð“ við söngkonuna. Forsetinn fyrrverandi mun hafa sagt við samstarfsmenn sína að hann sé vinsælli en Taylor Swift og stuðningsmenn hans haldi meiri tryggð við sig en stuðningsmenn Swift geri við hana. Þá hafa stuðningsmenn Trump deilt ýmsum samsæriskenningum um Swift á undanförnum vikum á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -