Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Drukkinn ökumaður drap 14: „Þegar hann nálgaðist byrjaði hann að dreifa peningum á götuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 14 manns eru látnir og 24 slasaði eftir að bíl var keyrt á hóp fólks í Nígeríu.

Ökumaður keyrði á hóp fólks sem horfði á bifhjólakappa á vinsælli hátíð í nígerísku hafnarborginni Calabar. Létust að minnsta kosti 14 manns og 24 slösuðust.

Samkvæmt BBC segja vitni af harmleiknum að ökumaðurinn hafi verið að keyra hratt en misst stjórn á bílnum. Á ljósmyndum, sem dreift var á veraldarvefnum rétt eftir slysið, sjá lík á víð og dreif á götunni.

Hátíðin stendur yfir í heilan mánuð en þar er boðið upp á hina ýmsu viðburði en síðan fyrsta hátíðin var haldin árið 2004 hefur hún dregið sífellt fleiri að. Er hún auglýst sem stærsta götuhátíð Afríku og dregur hún að sér bæði Nígeríubúa sem og erlenda ferðamenn í desembermánuði.

Í ár var fyrsta hátíðin í tvö ár haldin en hún féll niður á meðan Covid-faraldurinn stóð sem hæst.

Slysið í gær varð er vinsæl móturhjólaskrúðganga stóð yfir á aðalgötu hátíðarinnar en henni hafði verið lokað fyrir venjulegri umferð. Í skrúðgöngunni keyrðu mótorhjólakappar víðs vegar af landinu, þar á meðal frægir einstaklingar og sýndu listir sínar, sumir íklæddum skrautlegum búningum.

- Auglýsing -

Lögreglan segir að ökumaðurinn, sem hafi verið drukkinn, hafi verið handtekinn. Hann hafi misst stjórn á bílnum með þessum hörmulegu afleiðingum.

Faðir 15 ára drengs sem slasaðist í slysinu sagði BBC að bílnum hafi verið ekið „glannalega“.

„Ökumaðurinn hafði sikksakkað á milli akreina en þegar hann nálgaðist mannfjöldann byrjaði hann að dreifa peningum á götuna. Við það hópaðist fólk á götuna til að taka upp peningana en það var þá sem hið ljóta slys varð,“ útskýrði Musa Kutama.

- Auglýsing -

Sonur hans, Abdulsalam Musa Kutama slapp með rispur í andliti og sár á læri.

Ríkisstjóri svæðisins, Ben Ayade prófessor, sagði að yfirvöld væru að rannsaka hvernig bíllinn gat komist framhjá svo mörgum öryggisráðstöfunum á hátíðinni. Slaufaði Ayade restinni af mótorhjólaskrúðgöngunni en aðrir viðburðir halda sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -