Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Ég var ritstjóri Boris Johnson. Hann er gjörsamlega vanhæfur í embætti forsætisráðherra”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri Boris Johnson, segir í skoðanapistli á vef The Guardian, að Boris sé gjörsamlega vanhæfur í starf forsætisráðherra. Þá segir hann Íhaldsflokkinn neyða smekklausan brandara upp á breskan almenning verði Boris gerður að forsætisráðherra.

Í pistil Hastings, sem ber heitið Ég var ritsjóri Boris Johnson. Hann er gjörsamlega vanhæfur í embætti forsætisráðherra, segir hann Íhaldsflokkinn vera við það að neyða smekklausan og þreyttan brandara upp á breskan almenning. „Ég kynntist Johnson á níunda áratugnum. Þá var ég ritsjóri Daily Telegraph og hann fréttaritari blaðsins í Brussell,” skrifar Hastings. „Ég hef alltaf sagt að þó borgarstjóratíð hans í London hafi haft visst skemmtanagildi þá er hann óhæfur í embætti forsætisráðherra. Það eina sem skiptir Johnsson máli er að viðhalda eigin frægð og frama.”

Aðgreinir ekki sannleika og lygi

„Johnson getur ekki gert greinarmun á sannleika og lygi, hvorki í sínu persónulega lífi né því pólitíska.” Hastings vitnar í Bishop Berkeley, írskan heimspeking sem var uppi á fyrri hluta 18. aldar: „Maður sem er falskur við vini sína og nágranna getur ómögulega verið heiðarlegur við þjóð sína.” Hastings bendir á að aðeins þau sem ekki þekki Johnson telji hann vera góðan mann.

Hastings ber Boris og Jeremy Corbyn, formann Verkaflokksins, saman og segir Corbyn heiðarlegri en líkt og í Johnson blundi ranghugmyndir í honum um eigin mikilfengleika. Þá gæti Corbyn mögulega unnið hann í næstu kosningum. „Forsætisráðherratíð Johnson getur spannað þrjú til fjögur ár. Hann mun staulast frá einu hneykslismáli til annars þar sem Brexit verður ekki það eftirminnilegasta.”

„Sigur Johnson hefur þá þýðingu fyrir mörg okkar að Bretland hafi einfaldlega vikið frá sjálfsmynd sinni sem alvörugefnu þjóðríki” Hann bendir á að fólk hafi ekki gert sér í hugarlund hversu skelfilegur forsætisráðherra Theresa May yrði fyrr en eftir að hún tók við embættinu. „Í tilviki Boris kemur hann til dyranna eins og hann er klæddur. Sá Boris sem við sjáum í dag er örugglega sá forsætisráðherra sem við fáum,“ skrifar Hastngs.

Heimurinn betri með Boris sem valdalausan skemmtikraft

- Auglýsing -

„Ef fjölskylda Johnson hefði haldið sig við skemmtanabransann eins og Osmonds, Marx bræðurnir og Von Trapp fjölskyldan, væri heimurinn betri staður.” Hastings vitnar hér í fjölskyldur úr kvikmynda- og tónlistarheiminum, ýmist skáldaðar eða raunverulegar. „Íhaldsflokknum verður kennt um það ef Johnson kostar okkur Corbyn,” segir hann og bætir við að mögulegur sigur Johnson verður ósmekklegur brandari á herðum bresks almennings. „Almenningur mun ekki hafa húmor fyrir þessu lengi.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -