Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Einkaþjónn Díönu prinsessu með krabbamein: „Pabbi, við þurfum að verja meiri tíma með þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Paul Burrell, fyrrum einkaþjónn Díönu prinsessu sagði frá því hjartnæmu viðtali nýverið að hann hefði verið greindur með blöðruhálskrabbamein.

Þjóninni fyrrverandi, 64 ára, var í viðtali hjá ITV en þar sagði hann frá hræðilegum fréttum sem hann fékk frá lækninum, hann er kominn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þá sagði hann einnig frá tilfinningaríku stundinni er hann sagði sonum sínum tveimur frá krabbameininu. Kemur þetta fram í frétt Mirror.

Þáttastjórnandinn Lorraine Kelly sagði í byrjun þáttar að Burrell myndi „deila krabbameinsfréttinni í fyrsta skiptið, í von um að hann geti hjálpað öðrum“.

Í þættinum sagðist Paul vera „svo þreyttur“ en hann var greindur með krabbameinið síðastliðið sumar. „Ég er í hormónameðferð í augnablikinu og hún er að ræna mig testósteróninu mínu,“ sagði hann við Lorraine. „Þannig að skeggið er ekki að vaxa eins og það á að gera og ég er þreyttur og viðkvæmur og ég fæ hitaköst.“

„Ó Jesús, þetta er eins og karlkyns breytingaskeið, Paul,“ benti Lorrain á. „Þetta er eiginlega það sem meðferðin gerir og aukaverkanir hennar.“

Paul lýsti svo hvernig hann var greindur. „Ég er í tilfinningalegum rússibana og veit ekki hvar ég verð,“ sagði hann og byrjaði að tárast. „Ég hef hugsað „Verð ég hér um næstu jól?“. Ég sagði sonum mínum frá þessu og þeir sögðu „Pabbi, við þurfum að verja meiri tíma með þér“.“ Hann hélt áfram: „Á sama tíma hugsar maður að það eru þúsundir karlmanna eins og ég, þarna úti, sem hafa engin einkenni og vita ekki að þeir hafa krabbamein.“ Sagðist hann vilja vekja menn til umhugsunar. „Ég var mjög heppinn að þeir fundu mitt snemma. Ég held að karlmenn séu almennt ekki duglegir að fara til læknis, það þarf að ýta við þeim.“

- Auglýsing -

Hilary Jones læknir kom inn í þáttinn síðar til að útskýra að það eru ekki alltaf einkenni sem fylgja krabbameinum í blöðruhálskirtli.

Paul gerðist einkaþjónn Diönu og Karls III árið 1987 og var þjónn prinsessunnar til dauðadags hennar árið 1997. Á þeim tíma sagði Paul að Díana hefði sagt að hann væri „eini maðurinn sem hún hefði nokkur tíma treyst.“

Eftir að konunglega þjónastarfinu lauk, tók Burrell þátt í ýmsum raunveruleikaþáttum, þar með töldum I´m a Celebrity, Australian Princess og Stars In Their Eyes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -