Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Ellefu létust í tveimur skotárásum í Bandaríkjunum um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu manns létust í tveimur skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi. Átján ára piltur, að nafni Payton S. Gendron, myrti tíu manns í Buffalo og særði þrjá en segir lögregla þar í landi að um hatursglæp sé að ræða. Gendron keyrði rúmlega 300 kílómetra frá heimili sínu til þess að myrða fólk sem var dökkt á hörund. Gendron hafði sett myndavél á hjálm sinn og streymdi árásinni. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var hann færður í dómsal og á yfir höfði sér lífstíðardóm.

Degi síðar, lést einn og fjórir særðust, í skotárás í kirkju í Kaliforníu. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum voru allir þeir sem særðust í árásinni eldri borgarar. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um verknaðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -