Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Forsætisráðherra Slóvakíu á sjúkrahúsi eftir skotárás – Ekki vitað um líðan hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, særðist í skotárás í morgun. Var hann fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað um ástand hans. Skotmaðurinn var handtekinn.

Skotmaðurinn.

Í frétt RÚV segir að Fico, sem tók við embætti forsætisráðherra í annað skiptið í vetur, hafi verið að koma af ríkisstjórnarfundi í bændum Handlova þegar hann var skotinn.

Fico ku hafa verið að tala við lítinn hóp stuðningsmanna er hann var skotinn. Engin læti hafi verið á vettvangi og en einungis einn aðili hafi haldið á skilti gegn forsætisráðherranum.

Að sögn slóvaska miðilsins Aktuality var Fico að tala við lítinn hóp stuðningsmanna þegar hann var skotinn. Engin háreysti hafði verið á vettvangi, og aðeins einn viðstaddra hafi haldið uppi skilti gegn Fico.

BBC segir að kona sem var vitni að árásinni hafi heyrt þrjá eða fjóra skothvelli áður en Fico féll til jarðar. Sagðist hún hafa séð skotsár á kvið hans og höfuð.

Upphaflega var honum böðlað inn í bifreið af öryggisteymi hans en síðar var honum flogið á sjúkrahús í þyrlu.

- Auglýsing -
Lífverðir Fico komu honum inn í bíl rétt eftir árásina.

Fráfarandi forseti Slóvakíu, Zuzana Caputova sagðist í morgun vera hneyksluð yfir hinni „hrottalegu og miskunnarlausu“ árás á forsætisráðherrann og óskaði honum styrks til að jafna sig.

Fico komast aftur til valda í Slóvakíu eftir síðustu þingkosningar, í september 2023. Fyrstu mánuðir hans sem forsætisráðherra hafa reynst mjög umdeildir, pólitískt séð. Í janúar stöðvaði hann hernaðaraðstoð til Úkraínu og í síðasta mánuði knúði hann í gegn áform um að leggja niður RTVS, opinbera útvarpsstöð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -