Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fjórtán ára drengur hefur játað á sig hrottalegt morð á tíu ára gamalli stúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin tíu ára gamla Lily Peters hvarf á sunnudagskvöld þegar hún var á leið heim til sín í bænum Chippewa Falls í Wisconsin í Bandaríkjunum, hún hafði verið í heimsókn hjá frænku sinni.

Skammt frá heimili frænkunnar fannst hjól Lily á fáförnum göngustíg, stuttu síðar fannst lík stúlkunnar í skóglendi í nálægð við hjólið.

Lögreglan í Chippewa Falls handtók fjórtán ára dreng á þriðjudag, hann er grunaður um hrottalegt morðið á hinni tíu ára gömlu Lily. Lík stúlkunnar fannst á mánudag og telur lögreglan að hún hafi verið kyrkt og beitt kynferðislegu ofbeldi.

Samkvæmt frétt CNN hefur drengurinn játað á sig morðið og sagði hann tilætlun sína hafa verið að misnota og myrða ungu stúlkuna. Á blaðamannafundi kom fram að hann þekkti Lily fyrir morðið.

Ekki er búið að ákveða hvort hinn grunaði fari fyrir rétt sem fullorðinn einstaklingur en vegna alvarleika brotsins eru líkur á að það verði gert.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -