Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Furðulegt flöskuskeyti fannst í Flórída: „Við bættum við öðrum dollara ef Gordon fer langt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heldur óvenjulegt flöskuskeyti fannst á ströndinni Key Colony í Flórída. Þegar hóteleigandinn Judi var að hreinsa rusl sem skolað hafði upp á ströndina rak hún augun í flösku. Við nánari athugun sá hún að í flöskunni voru skilaboð, sandur og tveir bandaríkjadalir. Þannig hefst furðufrétt sem deilt var á samfélagsmiðlinum Facebook.

Eftir að hafa lesið skilaboðin áttaði Judi sig á að ekki væri um að ræða sand, heldur ösku. Skilaboðin í flöskunni voru rituð af eiginkonu manns sem hét Gordon og útskýringu á hvernig hann hafi elskað að ferðast.

Í Bandaríkjunum er leyfilegt að sleppa ösku látins ættingja til dæmis í veður eða sjó. Sú athöfn á að hjálpa aðstandendum að sleppa tökum á þeim látna og leyfa þeim látna að halda ferðalagi sínu áfram með vindi eða straumi.

Mynd / skjáskot Facebook

Gordon bjó með konu sinni í Tennessee og lést árið 2012. Kona hans átti erfitt með andlátið og langaði að halda í minningu hans svo hún setti öskuna í flösku, ásamt peningum og bón um að hringt væri í hana og henni tilkynnt hvar hann fyndist. Hún sendi skeytið af stað í mars 2012 frá Big Pine Key. Einhverju síðar fær hún símtal að skeytið hafi fundist í Islamorada

Ferðalag flöskuskeytisins um eyjarnar suður af Flórída

Judi hringdi í eiginkonuna í Tennessee sem var ánægðað vita af ferðum Gordons. Judi lét hana einnig vita að bætt hafi verið við smá pening og ösku hans komið fyrir í rommflösku til að auka við ánægjuna.

„Við bættum við öðrum dollara ef Gordon fer langt og þörf er á langlínusímtali. Við munum halda minningarathöfn um líf hans á ströndinni okkar síðar í dag áður en við sendum hann á leið aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -