Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Níu konur kæra ríkið vegna brota á rétti í kjölfar ofbeldis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Níu konur hafa nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar eiga það allar sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu.

Það voru Stígamót ásamt 12 öðrum kvenna- og jafnréttissamtökum sem vöktu athygli á ákærunni.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Stígamóta

Konurnar eru á ýmsum aldri, en þær voru á aldreinum 17 til 42 ára þegar þær kærðu brotin og voru flestar kærurnar lagðar fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við ítarlega yfirferð Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttir lögfræðings, sem fór yfir málin, komu í ljós ýmsar brotalamir í rannsókn og meðferð málannann innan réttarvörslukerfisins sem varða helst rannsólkn lögreglu, mat á sönnunargögnum og túlkun á vilja löggljafans.

Hér má sjá áhugavert og sláandi viðtal við Önnu Bentínu Hermansen hjá Stígamótum þar sem hún ræðir væga dóma í alvarlegum kynferðisbrotamálum.

Anna Bentína Hermansen hjá Stígamótum

Í ljós komu alvarlegir annamarkar á rannsókn lögreglu

  • Mál fyrnist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar vegna þess hve lengi dróst að boða sakborning í skýrslutöku.
  • Almennt tóku málin alltof langan tíma í rannsólkn lögreglu.
  • Sakborningarnir höfðu marga mánuði til að undirbúa sig fyrir skýrslutöku og samræma frásagnir vegna seinagangs lögreglu við rannsókn mála.
  • Vitni sem höfu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var framhjá skýrslum vitna sem studdu við frásögn brotaþola.

Lítið sem ekkert sönnuargildi er lagt í þau sönnunargögn sem til staðar eru í málunum

- Auglýsing -
  • Þau sönnunargögn sem eru konum tiltæk, í málum sem oft gerast bakvið luktar dyr, eru ekki tekin alvarlega, þá einkum vottorð sálfræðinga. Þetta samræmist ekki lagabreytingu sem gerð var á Alþingi þar sem áhersla var lögð á bæði líkamlegar og andlegar afleiðngar.
  • Líkamlegir áverkar virðast heldur ekki teljast fullnægjandi. Dæmi voru um að þótt ósannaðað brotaþolinn hefði veitt mótspyrnu þrátt fyrir líkamlega áverka.
  • Í öðrum tilvikum var litið framhjá sönnunargögnum á vettvangi, s.s. myndum eða myndbandsupptökum tekin á síma sem og ummerkjum, s.s. brotnum gluggum.
  • Játningar sakbornings voru ekki teknar til greina.
  • Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola sem studdur er með vitnum og sönnunargögnum og er það mikil hindrun gegn réttlátri málsmeðferð fyrri brogaþola.

Gengið gegn vilja löggjafans við túlkun langanna

  • Í mörgum málum var einblínt á hvort sakborningur hafi mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi ekki veitt samþykki, t.d. vegna ölvunarástands, fremur en á það hvort hann hafi fengið samþykki eins og lögin kveða á um.
  • Þrátt fyrir að í nýrri nauðgunarlöggjöf komi fram að það teljist bro tef blekkingum er beitt til að ná fram samþykki leit saksóknari svo á að ekki væri unnt að ganga lengra í túlkun en eldri lög og framkvæmd gerði ráð fyrir
  • Í einu máli þótti sannað að um ofbeldi hefði verið að ræða en þar sem ofbeldið þótti ekki nægilega alvarlegt var það talið fyrnt og fellt niður.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -