Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Guðmóðir Vilhjálms prins sagði af sér eftir rasísk ummæli: „Nei en hvaðan kemurðu raunverulega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Buckingham-höll staðfesti í dag að Lafði Súsanna Hussey (e. Susan) hafi sagt upp störfum við hirð Karls III Bretlandskonungs, eftir að hafa orðið uppvís af „mjög sorglegum ummælum“ í samtali við formann góðagerðasamtakanna Sistah Space, Ngozi Fulani við konunglega athöfn í vikunni.

Hin breska Ngozi Fulani

Lafði Súsanna hefur beðist afsökunar að sögn BBC og sagt upp störfum eftir að hafa spurt breskan formann góðgerðasamtaka, hvaðan hún væri „raunverulega“ en hún er dökk á hörund.

Ngozi Fulani, stofnandi góðgerðasamtakanna Sistah Space, var spurð ítrekað um uppruna sinn á góðgerðarviðburði í höllinni á þriðjudaginn. Sagðist hún hafa verið í „algjöru sjokki“ er hún hlustaði á ummæli guðmóður Vilhjálms krónprins.

Höllin hefur sagt ummælin „óásættanleg og afar sorgleg.“

Talsmaður Vilhjálms krónprins sagði að „rasismi á ekki heima í samfélagi okkar. Athugasemdirnar voru óásættanleg og það er rétt ákvörðun hjá viðkomandi að stíga strax til hliðar.“

Lafði Hussey, sem er 83 ára, var náinn trúnaðarmaður Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar og fylgdi henni í jarðarför Filippusar eiginmanns drottningarinnar í fyrra.

- Auglýsing -

Samtalið

Fulani sagði í viðtali við Independent, að vandamálið væri „stærra en einn einstaklingur. Þetta er stofnana rasismi. Ég var í sjokki eftir að þetta gerðist og allir sem þekkja mig vita að ég læt ekki bjóða mér neitt kjaftæði.“

Hér fyrir neðan má sjá samtalið afdrífaríka, eftir minni Fulani:

- Auglýsing -

Lafði SH: „Hvaðan ertu?“
Fulani: „Sistah Space.“
Lafði SH: „Nei, hvaðan kemurðu?“
Fulani: „Við erum með bækistöðvar í Hackney.“
Lafði SH: „Nei, hvaða part Afríku kemur þú frá?“
Fulani: „Ég veit það ekki, þau skildu ekki eftir nein gögn.“
Lafði SH: „Jæja, þú hlýtur að vita hvaðan þú ert, ég dvaldi um tíma í Frakklandi. Hvaðan ertu?“
Fulani: „Héðan, frá Bretlandi.“
Lafði SH: „Nei, en af hvaða þjóðerni ertu?“
Fulani: „Ég er fædd hér og er bresk.“
Lafði SH: „Nei en hvaðan kemurðu raunverulega, hvaðan kemur þitt fólk?“
Fulani: „Mitt fólk“, lafði, hvað er þetta?“
Lafði SH: „Ó, ég sé að það verður erfitt fyrir mig að draga úr þér hvaðan þú ert. Hvenær komstu fyrst hingað?“
Fulani: „Lafði! Ég er breskur ríkisborgari, foreldrar mínir komu hingað á sjötta áratugnum þegar …“
Lafði SH: „Ah, ég vissi að við næðum þessu á endanum, þú ert karabísk!“
Fulani: „Nei lafði, ég er af afrískum rótum, karabískum uppruna og bresku þjóðerni.“
Lafði SH: „Ó, þannig að þú ert frá …“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -