Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hákarl beit tíu ára dreng á Bahama-eyjum – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hákarl réðst á ungan dreng á Bahama-eyjum.

Á mánudaginn á Paradísarhótelinu á Bahama-eyjum var ráðist á 10 ára dreng af hákarli og drengurinn bitinn. Hótelið býður upp á þá skemmtun að synda með hákörlum en slíkt er vinsælt á Bahama-eyjum Myndband náðist af fjölskyldunni reyna koma drengnum í öruggt skjól en í myndbandinu má heyra mörg hávær öskur og ljóst að mikil hræðsla greip fjölskylduna.

Samkvæmt hinn konunglegu lögreglu á Bahama-eyjum var drengurinn bitinn í hægri fót og var fluttur á spítala. Ekki liggur fyrir hversu alvarlegt bitið er. Fyrirtækið sem sér um þessa skemmtun á hótelinu hefur lokað fyrir hana meðan málið er rannsakað. Tegundirnar af hákörlum sem voru með fjölskyldunni í vatninu kallast „Nurse shark“ og „Caribbean reef shark“ en ekki er vitað hvernig hákarl réðst á drenginn.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.

Image
„Caribbean reef shark“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -