Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Háskólanemi fannst látinn í á eftir umfangsmikla leit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Massachusetts fann í gær lík háskólanemans Flordan ,,Flo‘‘ Bazile (21)  eftir umfangsmikla leit. Bazile var framúrskarandi og efnilegur íþróttamaður sem æfði spretthlaup en NBC greindi frá þessu í morgun.

Bazile sást síðast á mánudaginn á háskólasvæði Umass Dartmouth í Pine Dale Hall heimavist klukkan tvö um nóttina. Skömmu eftir að ekkert hafði spurst til Bazile var skipulögð leit sem stóð yfir í sólarhring eða þar til lík hans fannst í Acushnet ánni í suðurhluta Massachusetts. Nemendum skólans var sendur tölvupóstur í kjölfarið þar sem þeim var sagt frá andlátinu.

Bazile var efnilegur íþróttamaður

Lögregla telur Bazile hafa tekið eigið líf og ekkert saknæmt hafi átt sér stað. „Á næstu dögum munum við deila upplýsingum með nemendum, starfsfólki og kennara um allar áætlanir til þess að heiðra minningu Flo og fagna lífi hans á háskólasvæðinu,“ sagði Mark Fuller, skólastjóri háskólans í yfirlýsingu og bætti við: „Hugsanir okkar og bænir eru hjá fjölskyldu Flo, vinum, liðsfélögum og bekkjarfélögum á þessum sorglega og erfiða tíma.“

Bazile var talinn afar efnilegur spretthlaupari en setti hann meðal annars skólamet í 100 metra hlaupi. Hann var útnefndur íþróttamaður vikunnar í Little East Conference 2023 og nýliðaíþróttamaður ársins árið 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -