Spænski hnefaleikakappinn Antonio Barrul hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en um helgina sem leið réðst hann á mann í bíósal. Barrul var staddur á sýningu á nýju Garfield myndinni með konu sinni og syni.
Að sögn Barrul var maðurinn sem hann réðst á að koma illa fram við sinn eigin maka og tók hnefaleikakappinn það ekki í máli. Upphófst rifrildi sem endaði með því að Burral kýldi manninn mörgum þungum höggum og hneig maðurinn niður eftir þau högg.
„Hann byrjaði að hóta mér meira og meira þar til ég fór til hans. Ég missti stjórn á mér og þá gerðist það sem sést í myndbandinu,“ sagði Burral um málið. „Ég vil biðja kvikmyndahúsið og almenning afsökunar vegna þess að þetta myndskeið fyllir mig ekki að stolti. Það sem sést er ekki sú manneskja sem ég er. Næst næ ég í öryggisgæsluna. Ef hún hefði komið þegar þetta gerðist þá hefði verið hægt að forðast ýmislegt.“
A fight broke out during a screening of the ‘GARFIELD’ movie pic.twitter.com/b2fSSO3H1D
— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) May 7, 2024