Hópur áhættufíkla slasaðist illa í Colorado um helgina. Einstaklingarnir sátu út um glugga á jeppa og var bílstjóri hans að keyra eins hratt og hann mögulega gat, aftur á bak. Á endanum valt jeppinn og kramdi alla þá sem sátu út um glugga jeppans. Fólk sem horfði á tilþrifin reyndi ná fólkinu undan jeppanum en samkvæmt lögreglu staðarins eru margir farþeganna í lífshættu eftir atvikið. Marisol Wentling, ökumaður jeppans, hefur verið handtekin fyrir hennar hlut í málinu. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér, sem er ekki fyrir viðkvæma.