„Sæl, ég var vanur að ganga með hundinn minn hérna,“ útskýrir ókunnugur maður sem bankaði upp á í síðustu viku hjá Carolyn í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum. Myndskeiði af atvikinu deilir hún með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok frá öryggismyndavél.
Carolyn var heldur brugðið við heimsóknina en maðurinn útskýrir í gegnum videobúnað öryggiskerfisins: „Við vorum vön að heilsa upp á þýskan fjárhund sem var alltaf hérna.“
Carolyn svarar manninunum og útskýrir að hundurinn hennar, Aria, sé inni hjá sér.
„Já, svo það er í lagi með hana? Allt í góðu, annað var það ekki, segir maðurinn svolítið vandræðalegur vegna erindisins. Maðurinn sem heitir Ted útskýrir áfram að hann og hundurinn hans hefðu haft þann vana á að ganga götuna og heilsa þýska fjárhundinum.
„Þegar ég hef lagt bílnum mínum hér fyrir utan þá var hún vön að teygja höfuðið í gegnum hringlaga gatið á girðingunni og við vorum vön að gefa henni nammi og klappa,“ útskýrir Ted og segist fegin að vita af henni á lífi. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að hundur Teds lést nýverið og hann því áhyggjufullur um að örlög Ariu kunni hafa verið þau sömu og félaga hans.
„Gott að vita að hún sé inni, vertu ekkert að trufla hana,“ bætir Ted við og þakkar fyrir sig. Carolyn stenst ekki mátið og opnar fyrir manninum og hleypir Ariu út. Félagarnir Ted og Aria heilsa hvort öðru.
„Þeim mun gáfaðir sem hundurinn er, þeim mun meira elskar maður þá,“ bætir Ted við og segir sorgina þeim mun sárari þegar þeir kveðja.
„Það er svo fallegt af þér að leyfa mér að heilsa henni,“ segir Ted í lokin og leiðir vinanna skilja.
Hér má sjá myndskeið Carolyn á TikTok:
@livinginbellasworld My dog loves to sit at the gate and people watch. Apparently this sweet random man plays with her and came to my door to check and see how Aria is doing since he hadn’t seen her in a while 🥺🥺 @Ring