Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Ísraelsher drap 40 í sprengjuárás á tjaldbúðir: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 40 Palestínumenn voru drepnir í sprengjuárás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í borginni Rafah á Gaza-ströndinni, þar af fjöldi barna.

Árásin á Palestínumenn sem voru á flótta á Tal as-Sultan svæðinu í Rafah er ein sú mannskæðasta síðan stríðið hófst á Gaza. Stórar sprengjur voru notaðar á tjaldbúðirnar, sem varð til þess að fórnarlömbin voru rifið í tætlur.

„Við náðum fjölda barnapíslarvotta úr sprengjuárás Ísraelsmanna, þar á meðal barn án höfuðs og börn sem eru í bútum,“ sagði palestínskur sjúkraliði í samtali við Anadolu.

Mohammad al-Mughayyir, háttsettur embættismaður hjá almannavarnastofnun Gaza, sagði við AFP: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi … Við sáum líka tilfelli af aflimunum, særðum börnum, konum og öldruðum.

Ríkisfjölmiðlaskrifstofan á Gaza sagði fyrr í dag að bandarískar, 2.000 punda sprengjur hafi verið notaðar við árásina – sem ísraelski herinn fullyrðir að hafi verið framkvæmd í samræmi við alþjóðalög.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -