Sunnudagur 25. febrúar, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Jólaskemmtun breyttist í martröð þegar Archie litli hætti að anda: „Ég sat bara þarna og grét“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ókunnug kona bjargaði lífi ungabarns á jólaskemmtun í Manchester í gær.

Móðir lítils drengs opnaði sig við Manchester Evening News, um þann hræðilega atburð sem gerðist í gær er hún fór ásamt fjölskyldu sinni að horfa á tendrun jólaljósa í Umrston á Stór-Manchester svæðinu. Rifjaði hún upp panikkið sem greip hana þegar „besta kvöld lífsins“ breyttist skyndilega í martröð.

Archie litli

Nicola Williams var á gangi með 15 mánaða gamla syni sínum Archie í skóglendi þegar strákurinn datt skyndilega og byrjaði að halda niður í sér andanum, eitthvað sem mamma hans segir að hann geri reglulega en að það hætti venjulega innan við mínútu. En hin þriggja barna móðir byrjaði að panikka þegar Archie ranghvolfdi augunum og varð grútmáttlaus í örmum hennar, sem varð til þess að hún öskraði á hjálp. Ókunnug hetja stökk þá til og gaf Archie munn við munn aðferðina og setti hann í læsta hliðarlegu. Eftir það, byrjaði hann að hreyfa sig aftur en konan setti hann þá á hné sér og hélt uppi hökunni hans til að halda öndunarvegi hans opnum.

Til allrar lukku opnaði Archie augun og fór aftur í fang móður sinnar. Atburðurinn var án efast afar átakanlegur fyrir Nicolu en hún missti annan son þegar hann var aðeins 14 mánaða.

Í viðtali við Manchester Evening News sagði Nicola: „Kvöldið var algjörlega yndislegt. Við vorum að dansa við tónlist plötusnúðarins og að eiga besta kvöld ævinnar. Krakkarnir voru að skemmta sér konunglega. Við tókum eftir gönguslóða í skóglendinu og ákváðum að fara í smá göngutúr áður en við tækjum rútuna heima. En svo datt Archie og byrjaði að gráta. Frænka mín tók hann upp og hann byrjaði að halda í sér andanum. Hann gerir það venjulega en hættir því alltaf fljótlega. Ég sagði: „Archie, þetta er allt í lagi“, en hann var ekki að jafna sig. Ég tók hann af frænku minni en hann var bara ekki að svara mér. Hann ranghvolfdi augunum og varð algjörlega máttlaus. Ég setti hann á jörðina og sagði: „Guð minn góður, hjálpið mér, barnið mitt“, og kona stökk til og gerði snöggvast munn við munn aðferðina og hann byrjaði að hreyfa sig. Hún setti hann þá í læsta hliðarlegu og hann byrjaði að hreyfa sig aðeins meira. Þá setti hún hann á hné sér og hélt hökunni upp til að halda öndunarveginum opnum.“ Nicola segir að það sem gerðist næst sé enn í nokkurri móðu. „Hann leit á mig og svo á konuna, mjög hissa,“ sagði móðirin sem vinnur við umönnun.

„Hún rétti mér hann og þegar hún var að því sagði hún mér að hringja í sjúkrabíl. Ég sat þarna með símann í hendinni. Ég hringdi ekki einu sinni í sjúkrabíl. Ég vissi ekki hvað ég  var að gera. Ég sat bara þarna og grét. Ég fór bara í algjört sjokk. Ég var þarna ena samt ekki. Þetta var svo átakanlegt.“

- Auglýsing -

Archie var að lokum fluttur á sjúkrahús og skoðaður en sendur heim stuttu síðar. Nicola heldur nú að ef ekki hefði verið fyrir snögg viðbrögð ókunnugu konunnar, hefði sonur hennar dáið. „Þetta var hræðilegt,“ sagði hún og bætti við: „Ef hún hefði ekki verið þarna, hefði enginn heyrt í okkur öskra. Hún bjargaði lífi hans. Hann dó bókstaflega. Hann var farinn. Andlitið var orðið blátt, varir hans voru bláar og svæðið í kringum nefið hans var blátt. Ég hélt að hann væri dáinn. Archie er kraftaverk og regnbogabarn. Ég missti barn áður en Archie var tvíburi. Ég missti tvíbura hans 14 mánaða.“

Bætti hún við að lokum: „Við reyndum í fimm ár að eignast Archie. Öll börnin mín eru blessun, en af því að það tók svo langan tíma að koma honum í heiminn, er hann sérstakur. Engin orð geta lýst þakklæti mínu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -