Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Jólatré olli dauða eldri konu – Tvær aðrar slösuðust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona lést og tvær manneskjur slösuðust þegar himinhátt jólatré féll til jarðar í stormi í belgíska bænum Oudenaarde, samkvæmt yfirvöldum. Slysið gerðist í gær.

Myndskeið úr öryggismyndavél var sýnt í bergískum miðlum en þar sé hvar 20 metra hátt vel skreytt jólatré byrjaði hægt og bítandi að síga á aðra hliðina, áður en það steyptist svo niður á jörðina, við hlið jólamarkaðs í bænum, sem er austur af Brussel.

Talsmaður saksóknara Oos-Vlaanderen-héraðsins, sagði að fórnarlambið væri 63 ára kona frá Oudenaarde. Tvær konur úr sama bæ slösuðust einnig lítillega. „Rannsóknin mun beinast að því hvort tréð hafi verið réttilega tryggt og mun einnig skoða áhrif veðurs,“ sagði talsmaðurinn.

Stormurinn Pia, sem truflaði umferð í Bretlandi og Hollandi í gær, fór einnig yfir vesturhluta Belgíu en veðurstofa landsins sendi út gula viðvörun. Í Hollandi olli stormurinn dauða konu er að hún féll út tré í gær.

The Guardian fjallaði um málið í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -