Kennarinn Erin Ward hefur verið ákærð fyrir kynferðislega misnotkun á nemanda en hún var handtekin seinustu helgi eftir að hún fannst nakin í bíl með 17 ára nemanda sínum af lögreglu í Lincoln í Nebraska. Lögreglan var að svara útkalli þar sem tilkynnt var um grunsamlegan bíl við enda vegar í Lincoln en atvikið átti sér stað klukkan þrjú um nóttina. Þegar lögreglan mætti á svæðið sá hún tvo einstaklinga í aftursæti Honda. Þegar einstaklingarnir áttuðu sig á því að lögreglan væri mætt á svæðið stökk annar einstaklingurinn í framsætið og keyrði í burtu til að flýja lögreglu en klessti inn í garð stutt frá þar sem bílinn sat fastur. Annar einstaklingurinn, sem síðar kom í ljós að vera 17 ára unglingspiltur, flúði nakinn á hlaupum en var gripinn af yfirvöldum um það bil klukkutíma síðar. Þegar lögreglumenn komu að bílnum kom í ljós að Erin Ward var hinn einstaklingurinn í bílnum og var að klæða sig í föt þegar lögreglumenn komu að. Ward hefur starfað sem afleysingakennarinn í nokkrum skólum í Nebraska um árabil en hún játaði að hafa stundað kynlíf með nemandanum. Bæði Ward og nemandann hlutu minni háttar áverka þegar þau klesstu bílinn inn í garðinn. Þá var einnig greint frá því að Ward væri gift.