Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Konur fá leyfi frá vinnu ef þær þjást af alvarlegum tíðaverkjum: „Túr verður ekki leng­ur bann­orð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rík­is­stjórn Spán­ar samþykkti á þriðju­dag frum­varp sem veit­ir kon­um rétt á því að fá greitt leyfi þjá­ist þær af al­var­leg­um tíðaverkj­um. Er þetta fyrsta slíka frum­varpið í Evr­ópu sem nær fram að ganga sam­kvæmt heim­ild­um AFP-frétta­stof­unn­ar.

Frum­varpið veit­ir starfs­fólki sem upp­lif­ir sárs­auka vegna tíða eins mikið frí og þarf þar sem al­manna­trygg­inga­kerfi rík­is­ins tek­ur upp veik­inda­leyfið en ekki vinnu­veit­end­ur. Líkt og með launað leyfi af öðrum heilsu­fars­ástæðum þarf lækn­ir að skrifa upp á tíma­bundna óvinnu­færni.

Laga­til­lög­urn­ar eiga þó eft­ir að hljóta samþykki þings­ins og ekki er bú­ist við að frum­varpið verði borið upp til at­kvæðagreiðslu í þing­inu fyrr en eft­ir marga mánuði. Minni­hluta­sam­steypu­stjórn Pedro Sanchez hef­ur gert kven­rétt­indi að bar­áttu­máli sínu en ekki er vitað hvort frum­varpið hafi næg­an stuðning inn­an þings­ins til að verða að lög­um.

Telja frum­varpið stuðla að ráðningu karla

Til­lag­an hef­ur klofið sam­steypu­stjórn­ina og jafn­vel klofið verka­lýðsfé­lög. Marg­ir Spán­verj­ar telja að frum­varpið geti stuðlað að því að mörg fyr­ir­tæki ráði karla frek­ar en kon­ur til starfa á sína vinnustaði og frum­varpið muni stimpla kon­ur út af vinnu­markaðnum.

Jafn­rétt­is­málaráðherra Spán­ar, Irene Montero, seg­ir að lög­in muni viður­kenna tíðir sem heilsu­far­svanda­mál en þeim hafi að mestu verið sópað und­ir teppið fram að þessu. „Túr verður ekki leng­ur bann­orð,“ sagði hún á blaðamanna­fundi eft­ir að rík­is­stjórn­in samþykkti frum­varpið.

Eins og er er aðeins boðið upp á tíðal­eyfi í fá­ein­um lönd­um í heim­in­um, svo sem í Suður-Kór­eu og Indó­nes­íu, en hvergi í Evr­ópu. „Við verðum fyrsta landið í Evr­ópu til að taka upp tíma­bundið veik­inda­leyfi sem er að fullu fjár­magnað af rík­inu fyr­ir sárs­auka­full og óvinnu­fær tíma­bil,“ bætti hún við.

- Auglýsing -

Hluti af stærra sam­hengi

Spænska lög­gjöf­in er hluti af mun víðtæk­ari um­bót­um á frjó­sem­is­heil­brigði og mun fela í sér breyt­ing­ar á fóst­ur­eyðinga­lög­um lands­ins. Það mun binda enda á kröf­una um að börn á aldr­in­um 16 og 17 ára fái samþykki for­eldra áður en þung­un er slit­in og fel­ur í sér ráðstaf­an­ir til að auka aðgengi að fóst­ur­eyðing­um á einka­sjúkra­hús­um.

Spán­verj­ar af­glæpa­væddu fóst­ur­eyðing­ar árið 1985 í til­fell­um þegar um kyn­ferðis­brot var að ræða  eða ef heilsu barns eða móður var ógnað.  Árið 2010 var gild­is­svið lag­anna víkkað og náði þá einnig til þess að leyfa fóst­ur­eyðing­ar sam­kvæmt beiðni á fyrstu 14 vik­um meðgöngu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -