Fimmtudagur 10. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Kröfur gerðar í auðæfi Gary Glitters: „Ég vona að fórnarlömbin taki hverja einustu krónu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gary Glitter stendur frammi fyrir því að missa restina af auðæfum sínum, um milljarð króna, til fórnarlamba sinna.

Hinn 79 ára barnaníðingur og fyrrverandi glamrokkstjarna, hefur nú verið lögsóttur af einu af fórnarlömbum sínum, sem hann misnotaði er hún var 12 ára gömul. Krefst hún að fá tugi milljóna frá honum en lögfræðingur telur líklegt að Glitter gæti átt yfir höfði sér fleiri kröfur í Hæstaréttar í framtíðinni.

Glitter var dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2015 fyrir að misnota þrjár stúlkur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Honum var sleppt í fyrr en var fljótlega stungið inn aftur eftir að hann braut skilorð.

Hin fallna fyrrverandi stjarna, sem heitir réttu nafni Paul Gadd, mun nú sitja í fangelsi til ársins 2031, eftir að skilorðsnefndin hindraði beiðni hans um lausn í síðasta mánuði en nefndin telur hann stórhættulegan börnum. Lifi Glitter fangelsisdvölina af, verður hann 86 ára þegar honum verður sleppt.

Í augnablikinu eru lögmenn og rannsakendur að meta auðæfi Glitters en hann á rándýra þakíbúð nærri Regent´s garðinum í Lundúnum en einnig er hann með háan lífeyri, sem og talsverðar upphæðir í öðrum eignum.

Heimild úr lögmannsstéttinni segir að Glitter sé „raðnauðgari“ og bætir við: „Það eru þrjú fórnarlömb hans sem báru vitni í málinu gegn honum. Og hann hefur brotið á fólki í útlöndum. Óttast er að fórnarlömbin séu fleiri. Auðæfi hans, sem enn eru umtalsverð, þrátt fyrir allt, eru í skoðun. Hann mun óttast að missa allt.“

- Auglýsing -

Glitter var sleppt í febrúar í fyrra eftir að hafa afplánað helming dómsins en var aftur stungið í fangelsi eftir að hann fór inn á skuggavefinn (e. dark web) á gistiheimilinu sem hann dvaldi á.

Fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn hjá Lundúnarlögreglunni, Peter Bleksley sagði aðspurður af fjölmiðlum: „Ég vona að fórnarlömbin taki hverja einustu krónu.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -