Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Láta börnin sín tíu mótmæla fóstureyðingum fyrir utan heilsugæslu – „Hér eru börn myrt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jason Storm, og eiginkona hans Sara, taka með sér börnin sín tíu til þess að mótmæla fóstureyðingum og dreifa bæklingum til kvenna sem heimsækja heilsugæslustöð fyrir Planned Parenthood í Wisconsin í Bandaríkjunum. Fjölskyldan eyðir gjarnan sínum frídögum á gangstéttinni fyrir utan Planned Parenthood þar sem konur geta meðal annars gengist undir fóstureyðingu. Sky News fylgdist með fjölskyldunni og ræddi við hana en í hvert skipti sem konur gengu inn á heilsugæsluna nálguðust tvær elstu stúlkurnar þær með bæklinga og hvöttu þær til þess að sleppa fóstureyðingu. Yngri börnin halda á skiltum þar sem stendur; „Við munum ættleiða barnið þitt“ og „Hér eru börn myrt“.

Faðirinn ásamt börnum sínum

Jason Storm, fjölskyldufaðirinn, er leiðtogi hópsins Operation Save America. Hópurinn er á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. „Ég held að lög í okkar landi ættu að vera skýr um það að litlar manneskjur eru gerðar í mynd Guðs. Þau hafa gildi frá því augnabliki sem þau verða til,“ sagði Jason sem vísar því á bug að það sýni kvenhatur að mæta fyrir utan heilsugæsluna og mótmæla ákvörðun kvenna. „Ég myndi verja réttindi hverrar konu sem á eftir að verða fyrir líkamsárás, alveg eins og ég myndi verja rétt lítils barns sem á eftir að verða fyrir árás, jafnvel þó að sá sem ræðst á það sé móðir þess,“ sagði hann um fóstureyðingar og bætti við; „Ég styð réttinn til þess að velja, ég styð ekki réttinn til þess að myrða saklaus börn‘‘.

Elsta dóttir þeirra hjóna við garðyrkjustörf. Börnin fá öll heimakennslu

Hjónin eiga saman tíu börn, það yngsta er aðeins fimm mánaða gamalt. Ekkert barnanna gengur í skóla heldur er þeim kennt heima fyrir. Blaðamaður Sky news ræddi við móður barnanna, Söru, sem sagði hvert einasta barn vera Guðs vilja og tóku elstu dætur hennar undir orð móður sinnar. Aðspurðar, hvað þeim finnist um konur sem gangast undir fóstureyðingu, eftir að hafa verið nauðgað sagði elsta dóttirin:„Rangt gerir annað ekki rétt, barnið er alveg jafn mikið fórnarlamb og móðirin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -