Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.7 C
Reykjavik

Leikskóli í slæmum málum eftir að barn komst í kókaínpoka starfsmanns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikskólinn KinderCare í Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum er í vondum málum eftir að kókaín fannst í þvagi eins árs gamals drengs sem sækir leikskólann.

Fyrr í mánuðinum hringdi starfsmaður leikskólans í Kimberly Hopson, móður drengsins, og tilkynnti að hann væri orðinn mjög veikur og hún þyrfti að koma sækja son sinn. Þegar Hopson mætti var strákurinn þakinn marblettum og sárum. Í framhaldi af því fór hún með son sinn á sjúkrahús þar sem ýmsar rannsóknir voru framkvæmdar og fannst kókaíni í þvagi drengsins. Þá var haft samband við lögreglu bæjarsins og við leit á leikskólanum fann lögreglan poka af kókaíni sem starfsmaður hafði komið með og er talið að sonur Hopson hafi komst í pokann.

Leikskólinn hefur beðist afsökunar á atvikinu og sagst ætla að borga fyrir allan lækniskostnað en Hopson hefur gefið það út að hún muni fara í mál við leikskólann. Leikskólinn hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -