Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Leitaði sér matar í ruslagámum: „Ég er búinn að missa marga vini úr þessum sjúkdómi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum heróínfíkill losnaði úr fjötrum sjúkdómsins og undirbýr sig nú til þess að klífa eitt stærsta fjall heims. Scott Stevenson er 36 ára Breti sem segir nú sögu sína sem fíkill og vonast til þess að hún hjálpi öðrum sem glíma við sama vanda.

Í viðtali við Birmingham Live segir Scott frá að hann hafi einungis verið 13 ára þegar hann byrjaði fyrst að fikta við fíkniefni. Hann segir að fyrst um sinn hafi verið um væg efni að ræða en þegar hann var 16 ára notaði hann LSD í fyrsta skiptið. Neyslan versnaði með árunum og um tvítugt var Scott kominn í dagneyslu á heróíni. Heimilislaus og hungraður neyddist hann til þess að fara í gegnum ruslagáma og stela sér til matar. „Ég sagði mér að ég myndi aldrei snerta heróín en varð síðan daglegur neytandi efnisins í tíu ár. Ég var orðinn andlega veikur og kominn á dimman stað,“ segir Scott sem nú er búinn að vera allsgáður í fimm ár. „Ég er búinn að missa marga vini úr þessum sjúkdómi.“

Scott segir leiðina að batanum hafa verið erfiða en vel þess virði. Langmestu máli skipti að standa upp aftur ef mönnum mistekst. Hann hvetur fíkla til þess að halda áfram að berjast við sjúkdóminn, sama hvað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -