Athafnamaðurinn, íþróttamaðurinn og YouTube-stjarnan Logan Paul greinir frá því í nýrri heimildarmynd að hann hafi íhugað sjálfsvíg í kjörfar umfjöllunar um CryptoZoo verkefnið hans en telja margir að Logan Paul hafi féflett fólk með því.
„Ég var dimmum stað. Í fyrsta skipti á ævinni glímdi ég við sjálfsvígshugsanir. Ég var grátandi, hágrátandi. Ég var máttvana, sem er mjög óvenjulegt fyrir mig. Ég á að vera leiðtoginn,“ sagði glímukappinn.
Eftir að hafa verið kærður af fólki sem setti pening í verkefnið hét Logan Paul að hann myndi borga öllum, sem settu pening í verkefnið, til baka og er talið að sú upphæð séu rúmar tvær milljónir dala.
Logan Paul segir þó að hann sé á betri stað í dag en hann hefur margt fyrir stafni en hann á PRIME, einn vinsælasta orkudrykkur í heimi, ásamt því að vera glímukappi fyrir WWE.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.