Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Lögreglumennirnir fimm segja saklausir af morðinu á Tyre Nichols – Handóku hann með barsmíðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinir fimm fyrrverandi lögreglumenn sem sakaðir eru um að hafa drepið Tyre Nichols sögðust fyrir rétti í dag vera saklausir.

Þeir Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills Jr, Emmitt Martin III og Justin Smith
tóku allir þátt í handtöku Nichols þann 7. janúar síðastliðinn. Hafði fórnarlambið verið stoppað af lögreglumönnunum vegna kæruleysilegs aksturslags. Myndskeið sem dreift var á samfélagsmiðlum sýndu lögreglumennina fimm berja Nichols til óbóta en hann lést á sjúkrahúsi þremur dögum síðar.

Blessuð sé minning hans

Dauði hans olli bylgju mótmæla í Memphis-borg og var til þess að allir lögreglumennir fimm voru reknir ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum lögreglunnar í borginni. Þá hefur sérstök deild sem átti að berjast gegn ofbeldi, verið tímabundið leyst upp.

Dómari réttarins staðfest að mennirnir fimm hafi allir sagst saklausir af ákærum um morð af annarri gráðu, grófa líkamsárás, gróft mannrán, embættisbrot og opinbera kúgun. Dómarinn, James Jones Jr. bað um þolinmæði á meðan lögmennirnir byggðu upp sitt mál. „Þetta mál gæti tekið svolítinn tíma,“ sagði hann við sakborningana þar sem þeir stóðu við hlið lögmanna þeirra í glæpadómstól Shelby-sýslu. „Við biðjum ykkur um að sýna þolinmæði og áframhaldandi kurteisi í þessu máli.“

Fjölskyldumeðlimir Nichols voru í réttarsalnum ásamt þeirra lögmanni, Ben Crump, mannréttindalögfræðingi. Fyrir utan spjallaði svo móðir hins látna, RowVaughn Wells við fréttamenn og lýsti því hvernig var að sjá sakborningana með eigin augum. „Þeir höfðu ekki einu sinni nægt hugrekki til að lýta í augun á mér,“ sagði hún. Lofaði hún að mæta á hvern einasta dag réttarhaldanna; „þar til við fáum réttlæti fyrir son minn.“

Hinir fyrrverandi lögreglumenn stóðu þöglir hjá lögfræðingum sínum, klæddir í jakkaföt og með andlitsgrímur sumir hverjir. Enginn þeirra talaði í þetta skiptið enda aðeins um að ræða stuttan dag að ræða í réttarhöldunum. Lögfræðingarnir staðfestu það að þeir segðust saklausir af ákærunum.

- Auglýsing -

Það var þann 26. janúar sem lögreglumennirnir voru handteknir og settir í gæsluvarðhald eftir að Memphis-lögreglan hafði farið yfir myndskeið af handtökunni. Þar heyrist Nichols Nichols kalla á móður sína á meðan lögreglumennirnir létu höggin dynja á honum. Þá var hann einnig spreyjaður með piparúða og sparkað í hann. Nichols var aðeins 29 ára er hann lést.

Lögreglustjóri Memphis, Cerelyn Davis sagði, eftir að hafa horft á myndskeiði, að ekki væri um að ræða „bara fagleg mistök“ heldur „skortur á grunnmensku gagnvart annarri manneskju.“

Lögreglumennirnir voru allir dökkir á hörund, rétt eins og fórnarlambið en móðir Nichols sagði við BBC að þetta snérist ekki um litarhaft lögreglumannanna, heldur litarhaft fórnarlambsins. „Okkur er alveg sama hvort þeir séu svarti, hvítir, bleikir, fjólubláir. Það sem þeir gerðu var rangt,“ sagði hún og bætti við: „Og það sem þeir eru að gera samfélagi svartra er rangt. Við höfum ekki áhyggjur af húðlit lögreglumanna. Við höfum áhyggjur af framferði þeirra.“

- Auglýsing -
Sakborningarnir eru lausir gegn tryggingu, sem þýðir að þeir eru ekki í fangelsi eins og er. Næsti dagur réttarhaldanna hefur verið settur þann 1. maí.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -