Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Matvælaeftirlitið hyggst lóga villigeitum – Ákvörðunin mætir harðri andstöðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákvörðun Matvælaeftirlits Noregs hefur verið gagnrýnt harðlega síðustu daga vegna ákvörðunar sinnar um að lóga villigeitum í Sogni.

Í frétt Rúv um málið kemur fram að geitahjörðin sem á að slátra, lifa í skógi í Sogni og Firðafylki. Fækkað hefur í hjörðinni síðustu 15 árin samkvæmt matvælaeftirlitinu, úr 100 og niður í 50 geitur.

Eftirlitið telur hjörðina ekki geta viðhaldið stofninum með slíkum fjölda og að innræktun hafi valdið hnignun hans. Þá hafi fjöldi geita drepist vegna þessa. Beri því að lóga þeim sem eftir lifa.

Andstaða almennings og þingmanna

NRK segir í umfjöllun sinni um málið að síðustu 80 ár hafi ekkert eftirlit verið með hjörðinni. Dýravernd ætlar að krefjast þess við matvælaeftirlitið að það hætti við áform sín um að taka geiturnar af lífi.

Þá verður málið einnig tekið fyrir á norska Stórþinginu samkvæmt Rúv. Þingmaður Hægriflokksins, Olve Grotle hefur beðið landbúnaðar- og matvælaráðherrann, Söndru Borsch um að leggja eigið mat á hvað best sé að gera við skepnurnar.

- Auglýsing -

Aukreitist hefur grasrót Hægriflokksins sem og Alfred Björlo, þingmaður Frjálslynda flokksins, mótmælt ákvörðun matvælaeftirlitsins. Ennfremur hafa íbúar á svæðinu sem og annar almenningur, lýst yfir andúð og hryllingi við þessari einkennilegu ákvörðun stjórnvalda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -