Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Meghan sögð „niður­lægð“ eftir Netflix samninginn – „En þetta nær svo miklu dýpra en það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matt­hew Lynn, pistla­höfundur hjá Telegraph fer nokkuð hörðum orðum um her­toga­ynjuna Meghan Markle og þættina sem hún hugðist búa til í samstarfi við Netflix. Teikni­mynda­þættirnir áttu að hverfast um ævin­týri tólf ára stelpu sem er undir miklum á­hrifum af á­hrifa­mestu konum mann­kyns­sögunnar.

Bresk blöð keppast nú við að full­yrða að her­toga­ynjan Meg­han Mark­le sé „niður­lægð“ eftir á­kvörðun streymis­veitunnar Net­flix að hætta við teiknimyndaþætti hennar Pearl.

Lynn segir meðal annars að hann sé nokkuð viss að á­kvörðun Net­flix sé full­kominn vitnis­burður um það að það sé ekki eftir­spurn eftir „pólitísk rétt­þenkjandi,“ og „woke“ þáttum eins og þessum.

Þá fullyrðir pistla­höfundurinn að slíkar á­herslur reki á­horf­endur í burtu, frekar en að laða þá að. „Þessar á­ætlanir endur­spegluðu það versta við Woke-flix,“ skrifar Lynn.

Ætti ekki að vera með pólitíska hugmyndafræði

Net­flix til­kynnti á dögunum að fyrir­tækið hyggðist hætta við fram­leiðsluna en streymis­veitan er í mikilli krísu þessa dagana. Hún til­kynnti meðal annars tap í fyrsta sinn og fækkun á­skrif­enda, sem for­svars­menn Net­flix segjast ætla að bregðast við, meðal annars með því að hætta við fram­leiðslu á efni.

„En þetta nær svo miklu dýpra en það. Mjög fljót­lega mun skemmtana­iðnaðurinn verða aftur það sem hann hefði alltaf átt að vera; skemmtana­iðnaður. Gildi hans ættu hvorki að vera til vinstri né hægri við miðjuna, og fyrir utan nokkur aug­ljós mörk eins og að koma í veg fyrir ras­isma og kven­fyrir­litningu, ætti hann ekki að pró­mótera neina pólitíska hug­mynda­fræði,“ skrifar pistla­höfundurinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -