Laugardagur 5. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Móðir Morin opnar sig um morðið: „Rachel dó að ástæðulausu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir Rachel Morin, segist telja að morðingi dóttur sinnar finnist brátt, nú sé komið andlit á manninn.

Rúmt hálft ár er liðin frá því að hin fimm barna móðir, Rachel Morin, var myrt við vinsæla gönguleið nærri heimili hennar í Harford-sýslu í Maryland í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir að málið hafi hlotið alþjóðlega athygli og lykilsönnunargögn hafa verið lögð fram, er málið enn óleyst. Á dögunum var birt teikning af meintum morðingja.

Svona ku morðinginn líta út.

Móðir Morin, Patty Morin, ræddi málið við Jessica Albert hjá WJZ-sjónvarpsstöðinni en móðirin telur handtöku á næsta leyti.

Jessica Albert: „Ég spurði þig síðast þegar við settumst niður hvort þér fyndist við vera að nálgast morðingja hennar. Með allar þessar upplýsingar sem eru þarna úti núna, finnst þér eins og við séum nær?“

Patty Morin: „Ég held að við séum það í einum skilningi vegna þess að nú höfum við andlit. Þegar þú sérð þessa mynd var það fyrsta sem rann í gegnum huga minn, og ég er viss um að það hefur runnið í gegnum huga allra, „hef ég séð þessa manneskju?“.“

- Auglýsing -

Lögreglan telur að hinn grunaði hafi falið sig við Ma and Pa gönguleiðina í Bel Air í ágúst í fyrra og síðan ráðist á Morin og dregið hana inn í frárennslisgöng, þar sem hann myrti hana. Teikning sem gerð var af manninum var teiknuð með hjálp vitna sem telja sig hafa séð manninn á gönguleiðinni og þeirra sem maðurinn réðist á á heimili þeirra í Los Angeles en lífsýni sem fannst þar af manninum, passaði við lífsýni sem fannst á líki Morin.

Jessica Albert: „Vissir þú af einhverjum af þessum upplýsingum áður en lögreglan birti þær opinberlega?“

Patty Morin: „Þeir gáfu okkur upplýsingarnar rétt áður en þeir tilkynntu þær opinberlega.“

- Auglýsing -

Móðirin segist skilja að rannsóknarlögreglumennirnir hafi haldið upplýsingunum nærri sér. „Ég met það að þeir eru að varðveita heilleika rannsóknarinnar þannig að það sé sterkt mál þegar ábendingin kemur,“ sagði hún.

Nýlega fann Patty styrk til að heimsækja dánarstað dóttur sinnar.

„Ég fór reyndar á staðinn þar sem þeir sögðust hafa fundið hana,“ sagði hún. „Ég vissi ekki hvar það var áður. Ég vildi ekki vita það því það var bara of sárt. Ég fór og sat þar sem Rachel var síðustu mínutur sínar á lífi. Það bara gerði mig enn meira ákveðna í að vilja finna þessa manneskju. Ég meina, Rachel dó að ástæðulausu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -