Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

MYNDBAND: Elti uppi meðhjálpara og myrti með sveðju – Árásarmaðurinn var undir eftirliti lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu og fimm ára gamall maður vopnaður sveðju myrti meðhjálpara og særði prest alvarlega í borginni Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Maðurinn gerði árás við tvær kirkjur í borginni en særðust að auki þrír aðrir.

Til stóð að vísa árásarmanninum úr landi

Fyrri árásin átti sér stað við kirkjuna Maria Auxiliadora y San Isidro en áður en maðurinn réðst að prestinum ógnaði hann kirkjugestum. Eftir það gekk árásarmaðurinn í fimm mínútur þar til hann kom að annarri kirkju. Meðhjálpari kirkjunnar flúði út á götu en árásarmaðurinn elti hann uppi og myrti með sveðjunni. Í frétt El Mundo sem fjallaði um árásina segir að árásarmaðurinn heitir Yasin Kanza og sé 25 ára gamall. Yasin er frá Norður-Afríku en stóð til að vísa honum úr landi á næstunni. Yasin var talinn vera í ójafnvægi og var því undir eftirliti lögreglunnar. Við handökuna er hann sagður hafa streist á móti en verið er að athuga hvort hann hafi orðið fyrir áhrifum frá hryðjuverkahópum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -